Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 64
Tímarit Aláls og rnenningar IX Mér féll mjög vel í skólanum. Mér fannst alltaf að hann væri fullur af blómum, í raun og veru voru þar engin blóm. En af einhverjum sökum komu mér alltaf blóm í hug, þegar ég hugsaði til skólans, eins og mér kom íbjúgur hálfmáni í hug, þegar ég hugsaði til grafar pabba. Mömmu geðjaðist mjög vel að blómum. Hún hafði ekki efni á að kaupa þau, en þegar einhver gaf henni þau, bar hún þau alltaf í hárinu. Þegar ég hafði tækifæri til tíndi ég þau og færði henni. Þegar hún bar ný blóm í hárinu, varð baksvipurinn svo unglegur. Mamma var glöð, ég var líka glöð. Ég var líka ánægð yfir skólanum. Ef til vill var það þess vegna, að inér komu alltaf í hug blóm, þegar ég hugsaði til hans. X í þann mund sem ég skyldi útskrifast úr skólanum sendi mamma mig aftur til að veðsetja. Ég vissi ekki hvers vegna pabbi hvarf svo snögglega. Mamma virtist ekki lieldur vita hvert hann hefði farið. Hún sendi mig enn í skólann, hélt að pabbi mundi koma heim fljótlega. í marga daga kom hann ekki heim, skrifaði einu sinni ekki bréf. Ég hélt að mamma mundi aftur fara að þvo fúlu sokkana, það fannst mér illbærilegt. En mamma ætlaði sér það alls ekki. Hún meira að segja bjó sig stásslega og bar blóm í hárinu. Hversu óskiljanlegt! Hún tárfelldi ekki, heldur brosti. Hvers vegna? Ég skildi það ekki. Margoft þegar ég kom heiin úr skólanum, sá ég hana standa í útidyrunum. Og litlu síðar fóru menn að hrópa á eftir mér á götunni: „Hæ, fara með bréf fyrir mömmu sína.“ „Hæ, viltu selja, blíða hnáta?“ Ég roðnaði í framan eins og eldhnöttur, drúpti bara höfði eins djúpt og ég framast mátti. Ég skildi, en það var ekkert við því að gera. Ég gæti í engan stað spurt mömmu. Hún var mér góð, sagði auk þess stundum við mig með ekkaþungri áherzlu: „Lærðu, lærðu.“ Mamma var ólæs. Hvers vegna hvatti liún mig svo til að læra? Ég var efins, og þegar ég var efins hugsaði ég oft til þess, að það var eingöngu vegna mín, sem hún varð að gera þetta. Hún hafði engin önnur ráð. Þegar ég var efins réð ég varla við mig að hella yfir hana skömmum. En þegar ég hugsaði mig um langaði mig til að faðma hana, og biðja hana að gera þetta aldrei framar. Ég hataði sjálfa mig fyrir að geta ekki hjálpað henni. Ég hugsaði því með sjálfri mér: Hvaða gagn getur orðið að mér þegar ég útskrifast úr barnaskólanum ? Ég heyrði hjá skólasystrum mínum að allmargar stúlkur sem hefðu útskrifazt í fyrra, væru 366
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.