Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 85
Carlo Levi
skrifborðið og sín einmana púlt og
redúseruðu niður hver annars frægð
með ofgnótt upphafningarinnar,
tróðu í eyra litlum hvítum tappa með
smáradíó í bandi á maganum og með-
tóku þá þýðingu ræðunnar sem
hæfði.
En nú var veizla í öllum þessum
sölum og krásir og vín og skraf og
skvaldur og ný kynni. Þá sá ég Carlo
Levi í fyrsta sinn. Hann gekk um sal-
ina eins og hann væri að leita að ein-
hverju og hann væri ekki að leita að
fólki til að tala við heldur einhverju
öðru, og mér datt í hug: það er eins-
og þessi maður sé að leita að litlum
hvítum hundi sem hann hefur ein-
hverntíma týnt, kannski fyrir löngu.
II
Stundum hittumst við í Róm. Við
sátum saman við Piazza del Popolo á
útiveitingastað og f j ölmennið var far-
ið og kyrrð var komin fyrir skvaldur,
þytur í hraðgengum bifreiðum sem
var skotið yfir torgið ískrandi á
beygjum; tveir gítarleikarar skiptust
á um hljóðfærið til að bera saman
þjóðlög undir egipzku nálinni á
miðju torginu, og hvítu stytturnar
uppi á barokkkirkjunum tveim sem
eru eins eftir Bernini þær virtust í
þann veginn að hefjast upp í mistrið
í trúarlegan leiðangur út í geim ef
væri líf á öðrum stjörnum. Hið stóra
höfuð Levi bar framandleika úr forn-
eskju, annarlegar sýnir höfðu skrifað
í andlit hans, og hann tengdi erindis-
mál úr nafnlausu þjóðdjúpi sögunn-
ar við sérvizku alkemistans sem kann-
ar fræði einangraðra manna sem um
aldir rýndu í forboðin rit, eitt sinn
kennd við galdur af alþýðu og skrift-
lærðum.
Læknir, málari, rithöfundur. Mað-
urinn sem var fangi fasistanna og
skrifaði þá bók sem ágætust hefur
orðið eftir stríðið af ítölskum og Jón
Oskar þýddi: Kristur nam staðar í
Ebólí. Höfuðið er stórt einsog á mál-
verki eftir Napólímálarann Guido
Reni. Mikið og hrokkið hár með
grátt í svörtu, möndulaugun stór og
nefið stórt og sveigt niður og varirn-
ar þykkar einsog maður gæti hugsað
sér kynbróður hans spámanninn Jón-
as sem hafði tvisvar vistast í hval og
verið spýtt á land og sat með gígju
sína, nei kannski átti spámaðurinn
ekki gígju, þetta var skáld.
Og hann sagði frá tilraunum sín-
um að eignast aftur handritið sitt að
bókinni Kristur nam staðar í Ebólí.
Það hafði borizt í eigu safnara í
Houston í Texas sem vildi ekki láta
það laust. En á spássíum handritsins,
sagði Levi: þar væru teikn sem hann
hefði gert fyrir sjálfan sig einan.
Leynitákn sem hann einn skildi,
kryptisk merki. A einum stað er lítill
kross á spássíunni. Hann var ekki
merki um það að hér þyrfti að at-
huga betur textann. Né heldur að þar
ættu að vera kaflaskil. Ég gerði þenn-
33?