Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 85
Carlo Levi skrifborðið og sín einmana púlt og redúseruðu niður hver annars frægð með ofgnótt upphafningarinnar, tróðu í eyra litlum hvítum tappa með smáradíó í bandi á maganum og með- tóku þá þýðingu ræðunnar sem hæfði. En nú var veizla í öllum þessum sölum og krásir og vín og skraf og skvaldur og ný kynni. Þá sá ég Carlo Levi í fyrsta sinn. Hann gekk um sal- ina eins og hann væri að leita að ein- hverju og hann væri ekki að leita að fólki til að tala við heldur einhverju öðru, og mér datt í hug: það er eins- og þessi maður sé að leita að litlum hvítum hundi sem hann hefur ein- hverntíma týnt, kannski fyrir löngu. II Stundum hittumst við í Róm. Við sátum saman við Piazza del Popolo á útiveitingastað og f j ölmennið var far- ið og kyrrð var komin fyrir skvaldur, þytur í hraðgengum bifreiðum sem var skotið yfir torgið ískrandi á beygjum; tveir gítarleikarar skiptust á um hljóðfærið til að bera saman þjóðlög undir egipzku nálinni á miðju torginu, og hvítu stytturnar uppi á barokkkirkjunum tveim sem eru eins eftir Bernini þær virtust í þann veginn að hefjast upp í mistrið í trúarlegan leiðangur út í geim ef væri líf á öðrum stjörnum. Hið stóra höfuð Levi bar framandleika úr forn- eskju, annarlegar sýnir höfðu skrifað í andlit hans, og hann tengdi erindis- mál úr nafnlausu þjóðdjúpi sögunn- ar við sérvizku alkemistans sem kann- ar fræði einangraðra manna sem um aldir rýndu í forboðin rit, eitt sinn kennd við galdur af alþýðu og skrift- lærðum. Læknir, málari, rithöfundur. Mað- urinn sem var fangi fasistanna og skrifaði þá bók sem ágætust hefur orðið eftir stríðið af ítölskum og Jón Oskar þýddi: Kristur nam staðar í Ebólí. Höfuðið er stórt einsog á mál- verki eftir Napólímálarann Guido Reni. Mikið og hrokkið hár með grátt í svörtu, möndulaugun stór og nefið stórt og sveigt niður og varirn- ar þykkar einsog maður gæti hugsað sér kynbróður hans spámanninn Jón- as sem hafði tvisvar vistast í hval og verið spýtt á land og sat með gígju sína, nei kannski átti spámaðurinn ekki gígju, þetta var skáld. Og hann sagði frá tilraunum sín- um að eignast aftur handritið sitt að bókinni Kristur nam staðar í Ebólí. Það hafði borizt í eigu safnara í Houston í Texas sem vildi ekki láta það laust. En á spássíum handritsins, sagði Levi: þar væru teikn sem hann hefði gert fyrir sjálfan sig einan. Leynitákn sem hann einn skildi, kryptisk merki. A einum stað er lítill kross á spássíunni. Hann var ekki merki um það að hér þyrfti að at- huga betur textann. Né heldur að þar ættu að vera kaflaskil. Ég gerði þenn- 33?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.