Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 30
Tímarit Máls og menningar ríminu var nauðsynlegt að láta jarð- næðislausa sveitamenn þegar í stað fá land, til þess að sýna að stjórnin hefði einhvern hug á umbótum handa þeim snauðu. Ef bændur voru ánægð- ir gátu allar sveitirnar orðið örugg- ur bakhjarl. Landeigendur, sem feng- ið hefðu fébætur fyrir jarðir sínar, hefðu getað orðið ný stétt athafna- manna í borgunum. Úr hinni nýju stétt smábænda hefði verið hægt að þjálfa ungt fólk til þess að fram- kvæma hentugar áætlanir um sam- vinnufélög, áveitur, vegi, hreinlæti í þorpum, heilsuverndarstöðvar, skóla, sjúkrahús, sveitastjórn og svo fram- vegis. Margir sjálfboðaliðar (lausir við berkla og innyflasníkla) kynnu þá að hafa verið fúsir til að taka þjálfun og leggja til forustu til að verja hlutskipti sitt fyrir kommúnist- um eða hverri annarri hættu. Og kannski hefðu engir kommúnistar orðið eftir nema menntamenn á veit- ingahúsum og andstæðingar kjarn- orkusprengjutilrauna þegar aðrir en Rússar eiga í hlut. Diem þurfti ekki einu sinni að brjóta sér leið með vopnavaldi eins og Frakkar; í sveitum var allt í friði þegar hann tók við völdum. Skipu- lagðir herir Viet Minh höfðu verið fluttir norður á bóginn, og víða í suðurhlutanum, þar sem forustumenn Viet Minh höfðu skipulagt sjálfboða- liða gegn Frökkum og Bao Dai, hafði þegar verið dregið úr gjöldum og sköttum. Á nokkrum stórum plantekr- um, þar sem innlendir og franskir eigendur voru fjarstaddir, höfðu leiguliðarnir fengið jarðnæði áður en skæruliðar Viet Minh slitu sam- tökum sínum 1955. Sumir gósseig- endur sem flúið höfðu land og bænd- ur að norðan fengu bólsetu á stjórn- arjörðum, en Diem tók ekki upp neina jafnréttisstefnu í landbúnaðar- málum. Ný jarðnæðislög tryggðu landeiganda allt að 250 ekrur — margfalt meira en unnt var að rækta án leiguliða. Bændur sem höfðu skipt upp landi meðan Viet Minh fór með völd voru auðvitað tortryggðir af stjórn sem hafði einsett sér að uppræta öll áhrif þeirra sem fyrst tóku upp sjálfstæðisbaráttu í landinu. í mörgum þorpum voru slíkir bænd- ur fluttir í hópum út af „sýktum svæðum“ og komið íyrir á sérstökum eflirlitssvæðum, eftir að smitaðir ein- staklingar höfðu verið fjarlægðir sér- staklega. Kenning Diems var sú að hvar sem Viet Minh hefði haft aðsetur — og það var í flestum þorpum — hlytu að vera kommúnistar, svikarar, njósnarar, óáreiðanlegt fólk. (Meiri- hluti Viet Minh var upphaflega ekki kommúnistar). Bróðir Diems, Ngo Dinh Can, tók upp skipulega, stór- fellda og grimmilega „hreinsunar“- leiðangra gegn hundruðum þorpa, þar sem allt hafði lengi verið með kyrrum kjörum. „1958 versnaði á- 332
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.