Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 86
Timarit Aláls og menningar an kross, sagði Levi: þegar ég frétti að fasistarnir hefðu myrt vin minn Leo Ginzburg. Þann dag skrifaði ég ekki neitt. Og Levi horfði út á torgið, gamla betlikerlingin var enn á snöp- um sem alltaf bað um fimm lírur og þvoði sér hvorki né greiddi með und- arlegan bruna í augunuin, og stund- um sagði hún ekki bara grazie, held- ur var einsog eldurinn teygði sig eft- ir benzínslettu á götunni og sleikti hann burt með snöggum blossa, og kerlingin sagði: Bella compania. Safnarinn í Texas á marga hluti, sagði Levi: hann á lika handrit T. S. Eliot að ljóðbálkinum: The IVaste land með leiðréttingum sem Ezra Pound gerði áður en hann var prent- aður. Svo bætti hann við: þessi ágæti safnari ætlar að lofa mér að fá ljós- filmu af handritinu mínu að Krislur nam staðar í Ebólí. Og horfði á reyk- inn úr sígarettunni sinni hverfa upp í mistraða nótt torgsins. Klukkurnar voru hættar að slá tólf. III Á leiðinni heim til Carlo Levi gekk ég yfir torg sem var einsog íþrótta- völlur með æðandi bílum í ofsafengn- um straumköstum og frammi fyrir þeim hættum hugsar þú: maður þyrfti að vera loftfimleikamaður til þess að komast yfir. En með voðann að baki kemstu inn í kyrran heim og gengur um trjágöng, fjarlægist um- ferðardyn með hinum hvínandi hemlum, kveini hjólbarðanna sem dragast eftir götusteinunum örstutt því að allir hemlar eru skjótvirkir í stórum borgum því á þá er fullkom- lega treyst og flautuna. Hvað er ein manneskja í stórborg? Og þú geng- ur hjá gamalli járnbrautarstöð, þeir eru löngu hættir að nota hana. Þarna stendur hún einsog á leiksviði, það er einsog eigi að fara að flytja La Traviata með sinum indæla hjarta- knosandi ljóðræna dauða, Violetta sem er í ballkjólnum á keisaralegum hægindum sveiflar sér upp á hæstu tónana til að sjá yfir lífið og hóstar svo undurlétt einsog hún sé bara að ræskja sig til að endurfæðast í söng, og byrja á Aidu í staðinn. Þú gengur um hlið með litlu varð- skýli með sínum gamla trúa þjóni og kemur inn í trjágöng: teinrétt standa kýprustrén og enginn vindur veifar þeim í hægan dans, og ofarlega í trj á- göngunum eru tvær manneskjur skyggðar, þær hreyfast dökkar eins- og ombres chinoises, kínverskar skuggamyndir. Það var Carlo Levi, konan kvaddi og fór. Þetta var dóttir Saba, sagði Levi og heilsar. Hver var Saba? Umberto Saba bjó í Trieste og margir telja hann eitt- hvert mesla skáld sem Italir hafa átt á þessari öld, og fasistarnir bönnuðu honum að prenta Ijóðin sín. Það var ekki fyrren eftir fall þeirra að ljóða- bókin hans Canzoniere kom út, ævi- verk hans, átta hundruð blaðsíður. 388
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.