Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 76
Tímarit Máls og mcnningar sitt er auðvelt að ala ástaróra. Karlmenn og kvenfólk lögðu hvort í sínu lagi net, veiddu hvort annað. Hinir ríku áttu nokkru stærra net, veiddu í það nokkur stykki og völdu síðan úr. Ég var allslaus, hafði einu sinni ekki blett til að ríða net mitt á. Ég varð að veiða með berum höndum eða flækjast sjálf í annarra net. Ég var skýrari en þær, hyggnari. XXX Dag einn rakst ég á þessa litlu frauku, þessa, sem líktist postulínsdúkkunni. Hún hélt mér fastri, eins og ég væri nákominn ættingi. Hún virtist hvorki skilja upp né niður í hlutunum, sagði í fyllstu einlægni: „Þú ert góð, þú ert góð. Ég sá eftir því, sá eftir því. Ég bað þig að sleppa honum. Æja, það hefði verið betra að láta þig halda honum. Hann náði sér í einhverja aðra, einhverja betri en við erum, hefur ekki komið til baka.“ Eftir að hafa þaul- spurt hana, sagði hún mér, að þau hefðu fellt hugi saman og gifzt; hún virt- ist enn elska hann. En hann hljópst á brott. Ég aumkaði þessa ungu konu, en hún var enn á valdi draumanna, trúði ennþá á helgi ástarinnar. Ég spurði hana um horfurnar. Hún sagði hún yrði að leita hans þar til hún fyndi hann. En ef þú finnur hann ekki? spurði ég. Hún beit í varirnar, hún átti bæði for- eldra og fósturforeldra. Hún átti ekkert frelsi, hún jafnvel öfundaði mig, enginn skipti sér af mér. Að það skyldi vera til mannvera sem öfundaði mig, það hlægði mig. Ég hafði frelsi, rugl. Hún hafði að borða, ég frelsi, hún hafði ekkert frelsi, ég ekkert að borða — báðar vorum við kvenmenn. XXXI Eftir að ég hitti postulínsdúkkuna ákvað ég að selja mig einum karlmanni einvörðungu. Ég ætlaði að bregða mér á leik, með öðrum orðum að vinna fyrir mér með því að „rómansa“, fara í ástandið. Ég bar ekki siðferðilega ábyrgð fyrir nokkrum, mig hungraði. Með því að „rómansa“ gæti ég satt hungrið, rétt eins og ég yrði að vera södd til þess að geta „rómansað“. Þetta var lokaður hringur, sama hvaðan var byrjað. Það var ekki mikill munur á mér og skólasystrum mínum eða postulínsdúkkunni, þær bara byggðu fleiri loftkastala en ég, ég var einarðari. Hungrið er dýpsti sannleikurinn. Alveg rétt, ég fór að selja mig. Ég seldi það litla sem ég átti og keypti mér sviðs- klæðin. Ég leit skrattann ekki svo illa út. Ég hélt á markaðinn. 378
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.