Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 40
Timarit Máls og menningar líklegur þótti til skeleggrar forustu í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Þar var Jesús frá Nazaret nærtækasta dæmið. Nýr sagnfróðleikur var þó ekki að- alatriðið til að gera viðfangsefnið heillandi. En lærdómurinn var lykill að nýjum sannindum og rökstuddum tilgátum um ný sannindi. í ljós kom hver eyðan af annarri, og það varð brennandi áhugamál að fylla í ein- hverjar þeirra með skynsamlegum til- gátum. Inngangsfræði Nýja testa- mentisins var stórbrotin fræðigrein. Þar var rætt um handrit ritanna, sögu þeirra og aldur, að því er næst varð komizt, mismunandi texta og á- greining um réttasta þýðingu og rétt- astan skilning, eftir því hvaða hand- riti var fylgt. Maður reyndi að þoka sér nær og nær höfundinum, gera sér sem fyllsta grein fyrir afstöðu hans lil viðfangsefnisins og draga af því sem rökréttast álit á því, hvaða áhrif sú afstaða hlaut að hafa á frásögn- ina, val frásagnarefnis og blæ með- ferðar. Þá birtist hin títtumþenkta trúar- persóna Jesú frá Nazaret í nýju ljósi. Handiðnaðarmaður í litlu þorpi í lít- ils virtum landshluta kemur allt í einu fram á svið sögunnar, hristir og skek- ur veldi innlendrar yfirstéttar og skýtur kúgurum hernuminnar þjóð- ar skelk í bringu. En hver var hún, þessi persóna? Þar um eru guðspjöllin einu heimild- irnar. Þau flytja ræður hans og skýra frá atburðum úr lífi hans, en allt þarf þetta mikillar athygli við. Hve mikið má treysta þessum frásögnum? Fræðimenn þóttust hafa komizt býsna nærri sögutímanum sjálfum með elztu heimildir frásagnanna. Manni var ekki með öllu ókunnugt um þær skoðanir, að guðspjöllin væru ekkert annað en helgirit og frá- sagnir þeirra væru reistar utan um trúarmýtur, sem hægt væri að rekja fyrirmyndir að í ýmsar áttir. En þær skoðanir komust aldrei á dagskrá í Háskólanum, svo ég muni, enda voru þær sízt til þess fallnar að gera við- fangsefnið svo hugleikið sem raun varð á. Það var einmitt sainband sagnlegra staðreynda og trúarlegra hindurvitna, sem gerði það svo stór- brotið. Hvernig átti að greina þessa þætti hvorn frá öðrum? Það var aldrei gert svo, að ekki gæti orkað tvímælis. En svigrúmið var mikið, úr mörgu að velja, til að koma sanian sem sennilegastri og rökrænastri heild. Maður las sig inn í hug höf- undarins út frá heildarstefnu ritsins. I frásögninni var getið atburða, sem lilaut að vera getið af þeirri ástæðu einni, að stuðzt var við sannsöguleg- an kjarna, og þetta var því greini- legra, því meira ósamræmi sem var milli frásögunnar og þess, sem höf- undi myndi liggja mest á hjarta að láta koma fram. A öðrum frásögnum mátti sjá þess greinileg merki, að staðreyndir höfðu verið sveigðar til, 342
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.