Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 80
Tímarit Máls og menningar ar. En mín mamma var jafnvel búin að týna þessu niöur líka. Hún var skelfd af hungri, ég ásaka hana ekki. Hún byrjaði að athuga eigur mínar, spurði mig um tekjur og útgjöld, virtist ekki hið minnsta undrandi á atvinnugrein minni. Ég sagði henni að ég væri veik, vonaði að hún myndi ráðleggja mér að hvílast í nokkra daga. En ekki var því að lieilsa, hún sagðist hara myndu kaupa mér meðul. „Getum við ekki gert eitthvað annað en þetta?“ Hún svar- aði engu. Af sumu öðru að merkja virtist hún þó vilja vernda mig, finna til með mér. Hún eldaði ofan í mig, spurði hvernig mér liði. Hún laumaðist oft- lega til að skoða mig, eins og móðir skoðar sofandi barn. Aðeins eitt, sem ég þráði, en hún vildi ekki segja: Að við þyrftum ekki að slunda þennan starfa framvegis. En mér var einkar vel ljóst — þótt ég fyndi til nokkurrar óánægju í hennar garð — að þetta var það eina, sem ég gæti stundað. Við mæðgurnar gætum mett okkur og klæðst — það var fyrir öllu. Hverju skipti samband móður við dóttur, viðkunnanlegt eða óviðkunnanlegt, peningar voru miskunnarlausir. XXXVIII Mamma vildi annast mig, en hún varð að standa hjá og sjá mig traðkaða niður. Ég vildi halda hana vel, en stundum fannst mér hún ráðrík. Hún sletti sér fram í allt, einkanlega varðandi peninga. Augu hennar höfðu glatað æsku- ljóma sínum, en þau gátu ljómað á ný, ef von var um peningaveiði. Hún hegðaði sér eins og þý við viðskiptavini, en ef þeir borguðu henni í minna lagi reif hún stólpakjaft. Ég tók þetta stundum mjög nærri mér. Gerðum við þetta kannski ekki vegna peninganna? En það táknaði það að við hlytum að svívirða menn. Ég gat stundum líka verið ruddaleg við menn, en ég notaði aðrar aðferðir, ég hélt þeim föstum milli steins og sleggju. Mamma fór of klaufalega að, móðgaði menn að ófyrirsynju. Vegna hagnaðarvonarinnar átt- um við ekki að gera það. Má vera að aðferðir mínar hafi markazt af því, að ég var ung og barnaleg. Mamma hugsaði um ekkert nema peninga, henni hlaut að vera svona farið, hún var miklu eldri en ég. Hætt á ég yrði einnig þannig eftir nokkur ár, hjartað eldist eftir því sem aldurinn færist yfir, verð- ur hart eins og peningarnir. Engu að síður, mamma var ekki hæversk. Stund- um tætti hún skjalatöskur af viðskiptavinum, stundum hélt hún eftir hatti, ódýrum glófum eða göngustaf. Ég óttaðist að veður yrði gert út af þessu, en mamma hafði rétt fyrir sér: „Við urðum að hrifsa eins mikið og við kæm- umst yfir, við eltumst um tíu ár á hverju ári, hver liti við okkur þegar við værum orðnar sjötugar eða áttræðar? Stundum, þegar viðskiptavinir drukku 382
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.