Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 101
Umsagnir um bækur Grindavík M smásögur Guðbergs Bergssonar1 hef- ur nokkuð verið skrifað í blöð borg- arinnar og sumt af kynlegum skilníngi; en þess gætir jafnt þar og í tali manna á meðal, að á þær er litið sem ærinn viðburð í rökréttu framhaldi af þeim feing sem Músin sem lœSist var íslenzkri skáldsagna- ritun. Guðbergur Bergsson er gæddur frábæru innsæi í sálarlíf þess fólks sem hann velur sér að viðfángsefnum, og gjörþekkir það; sú allsherjar grindavík sem fram kemur í sögum hans ber því vitni að hann hefur haft skilníngarvitin í fullkomnu lagi um dagana, svo næm eru tök hans á persónum sínum; verður þó tæplega sagt að hann elski þær. Túlkun hans er kaldrif juð, óvæg- in og án sýnilegrar tilfinníngasemi. Vera má að mörgum lesanda þyki fólkið í sög- um Guðbergs harla lítilsigldar persónur, smásálarlegar, yfirborðslegar, hlægilegar, brjóstumkennanlegar, heimskar. Meginmáli skiptir þó hitt, sem til dæmis er fólgið í heiti sagnasafnsins, að fólk þetta er trútt því umhverfi og andrúmslofti sem hefur mótað það, einsog fólks er von og vísa; að því leyti gefur bókin manni skarpar og miskunnarlausar bendíngar, sem ná harla lángt útfyrir hana sjálfa. Þorpsandinn, kot- úngshátturinn og lífsleiðinn liggja allsstað- ar að baki orðum, gerðum og argaþrasi þessa fólks sem hrærist ráðvillt í umhverfi sem „menníngarbragur" hefur snortið ein- 1 Guðbergur Bergsson: Leikföng leiðans. Heimskringla 1964. úngis á villandi hátt: þeirrar ættar eru frambjóðandinn, trúboðinn, sundkennarinn og fleiri. Sögur Guðbergs mynda heild sín á milli innbyrðis, gerast á einum stað og tíma; persóna sem lítillega er drepið á í einni þeirra, er tekin fyrir í annarri. Guðbergur er fjörugur sögumaður en skortir stundum hnitmiðun í gerð málsgreina, setníngar á stöku stað óþarflega lángar; og eins mætti sitthvað setja útá byggíngu sumra sagn- anna; svo er um söguna Nöldur sem frá því sjónarmiði er líkast til einum of laung, — hitt er svo álitamál hvort miklu yrði sleppt úr þessari gerð hennar án eftirsjár. Að öllu samanlögðu eru Leikföng leiðans ánægju- legur vottur þess að Guðbergur Bergsson tekur starf sitt alvarlegum tökum. Þorsteinn frá Hamri. Ný skólaljóð ær raddir heyrast nú að góðar bók- menntir séu á undanhaldi hérlendis. Þær seljist tiltölulega minna en áður, þótt bókasala yfirleitt minnki ekki. Fólk, og þá einkum ungt fólk, er sagt verr að sér um bókmenntir en verið hafi. í stuttu máli: bókmenntir eru sagðar eiga minni hlut að hversdagslífi Islendinga en áður var. Ymsar ástæður eru nefndar, þótt ekki verði farið út í það hér. Hygg ég þó að áhrif amcrískrar peningahyggju séu þarna nokkuð þung á metunum. Samkvæmt þeim hugsunarhætti er peningaeyðslan eini mæli- 403
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.