Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 77
Iláljmáninn XXXII Ég ætlaði mér að bregða mér á leik, „rómansa". Æinei, ég hafði á röngu að standa. Ég skildi veraldarrökin ekki alltof vel ennþá. Karlmenn urðu ekki lokkaðir eins auðveldlega og ég hélt. Ég ætlaði að lokka prúðmennin, ætlaði í hæsta lagi að greiða þeim einn til tvo kossa. En menn fengust ekki með slíkum skilmálum. Þeir vildu hagnast þegar í fyrstu lotu. Hvað meir? Þeir aðeins buðu mér i bíó, eða að spásséra um strætin, fá sér rjómaís. Ég hélt hungruð heim engu að síður. Svo kölluð prúðmenni höfðu vit á að spyrja mig, hvaðan ég hefði útskrifazt, hvaða atvinnu pabbi minn stundaði. Þannig lærði ég, að ég yrði fyrst að gefa þeim einhvern hagnað, svo að þeir vildu mig; ella greiddu þeir bara kossana með 10 senta rjómaís. Ætti að selja á annað borð yrði að selja afdráttarlaust. Þetta var það sem mér lærðist. Postu- línsdúkkan hafði ekki lært það. Við mamma skildum það, mér varð oft hugs- að til hennar. XXXIII Sagt var, að sumt kvenfólk lifði á því að „rómansa“, mig skorti efni, varð að leggja hugmyndina á hilluna. Ég hóf viðskiptin. Húseigandinn sagði mér upp herberginu, hann var heiðvirður maður. Ég leit einu sinni ekki við hon- um, flutti án tafar í tvö litlu herbergin, sem mamma og nýi pabbi höfðu búið í fyrrum. Þetta fólk minntist ekki á heiðarleika, en var því ástúðlegra. Jafnvel prúðmennin komu. Þeir vissu að ég seldi, þeir vildu koma, svo þeir komu. Á þennan hátt sköðuðust þeir ekki, settu heldur engan blett á sig. Þar sem ég var enn ekki tvítug, var ég mjög kvíðin, þegar ég byrjaði. En eftir nokkra daga vandist það af mér. Ég gat ausið þeim upp eins og sandi. Nú fyrst fannst þeim þeir hagnast, voru ánægðir og auglýstu mig. Þegar ég hafði gert þetta í mánuð hafði mér lærzt mikið og margt. Næstum í fyrsta augnatilliti gat ég séð hvernig menn þeir væru. Þeir ríku spurðu fyrst um stöðu mína, létu á sér skilja að þeir hefðu efni á að kaupa mig. Þeir voru mjög öfunds- sjúkir, vildu hafa mig einir, jafnvel vændiskonuna vildu þeir einoka, af því þeir áttu peninga. Ég lét mig svona menn litlu skipta. Ég var ekki smeyk þótt í þá fyki, sagði þeim ég færi heim til þeirra og segði eiginkonunni frá. Þeim árum, sem ég hafði verið á skóla, hafði ekki verið kastað á glæ þegar allt kom til alls. Þeir gátu ekki skotið mér skelk í bringu. Ég vissi að „menntunin“ var gagnleg. Sumir komu kuðlandi einum dal milli handanna, hræddir um að 379
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.