Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 66
Tímarit Múls og menningar matinn. Innan rifja var mér lil skiptis heitt eð'a kalt. svipað og vetrarvindur- inn, sem lægir andartak en æðir siðan fram enn ofsafengnari en áður. Ég beið róleg eftir að ofsi minn brytist út, en vissi enga leið til að stöðva hann. XII Aður en mér gæfisl tími til að bugsa eitthvert gott ráð, breytlist allt til bins verra. Mamma spurði mig: „Hvernig gengur það?“ Hún sagði að ég ætti að hjálpa sér, ef ég raunverulega elskaði hana. Að öðrum kosti gæti hún ekki lengur annazt mig. Hvernig getur móðir sagt svona orð? En hún sagði þau engu að síður. Hún sagði skýrt og skorinort: „Ég er farin að eldast, að tveim árum liðnum vill enginn líta við mér framar, þótt ég byði mig fram ókeypis.“ Þetta var rétt, mamma var farin að púðra sig mjög mikið, samt gat hún ekki lengur leynt hrukkunum. Hún gat ekki lengur full- nægt mörgum karlmönnum. Hún ætlaði að helga sig einum einvörðungu. Það var maður sem sá um brauðbúð — liann vildi fá hana og hún átti að fara strax. En ég var þegar orðin fullvaxta stúlka, gat ekki lengur fylgt eftir burðarstóli mömmu, eins og þegar ég var lítil. Ég varð sjálf að taka ákvörð- un, hvernig ég ætlaði að sjá mér farborða. Ef ég vildi „hjálpa“ mömmu, þyrfti hún ekki að stíga þetta skref, ég gæti tekið við af henni að afla tekna. Ég vildi svo sannarlega afla henni tekna, en mig hryllti við þessari leið. Hvað vissi ég annars, til að geta selt mig svona eins og miðaldra kerling? Hjarta mömmu var miskunnarlaust, en peningarnir voru enn miskunnarlaus- ari. Mamma vildi ekki neyða mig til að velja þessa leið, hún bað mig sjálfa að velja — annað hvort að „hjálpa1" henni eða við mæðgurnar yrðum að fara sína leiðina hvor. Engin tár voru í augum mömmu, þau voru löngu þorrin. Hvað gat ég gert? XIII Ég talaði við skólastýruna. Hún var fertug, feitlagin, ekki alltof gáfuð en hjartahlý. Ég kunni vissulega engin ráð, hvernig hefði ég annars getað sagt henni að mamma ... Auk þess var ég henni ekki sérlega nákomin. Hvert orð brenndi mig að innan eins og glóandi kolamolar, ég varð klumsa, þurfti langan tíma til að tosa upp úr mér orðunum. Skólastýran vildi hjálpa mér. Hún gat ekki gefið mér neina peninga, aðeins séð mér fyrir tveimur mál- tíðum daglega og vistarveru — ég átti að búa í skólanum með gamalli starfs- konu. Hún sagði ég gæti hjálpað við skriftir, en fyrst yrði ég að æfa mig að skrifa. Tvær máltíðir og vistarvera leysti stærsta vandamálið. Ég þurfti 368
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.