Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Page 59
Lao She Hálfmámim i Vissulega, enn einu sinni horfði ég á mánann, gullna sigð sveipaða köldu skini. Hversu oft hafði ég horft á þennan sama mána, hversu oft? Hann vakti með mér sundurleitar hræringar, brá upp allskyns myndum. Og sem ég sat og gat ekki slitið af honum augun, óð hann aftur og aftur fram á bláskýj- aðan himin endurminninga minna. Hann laðaði fram endurminningar mín- ar. líkt og kvöldgolan blæs úr blöðum svefnhöfugs blóms. II Einkar kaldur hafði hann verið fyrsta skiptið sem ég minntist hans! Kvala- beiskur í fyrsta skýi endurminninganna, fölur, gullinn tunglsgeisli, sem skein gegnum tár mín. Ég var nýorðin átta ára gömul; lítill stúlkuhnoðri í stuttum, rauðlituðum, bómullarstoppuðum stakki, með bláa húfu á kolli, sem mamma hafði saumað mér. Ég man að í kollinum voru smágerðar rósir. Ég hallaðist upp að dyrastöfunum og virti fyrir mér hálfmánann. Inni var meðalalykt, reykj arþefur, grátur mömmu og veikindi pabba. Ég stóð einsömul á þrepun- um að skoða mánann, enginn skipti sér af mér né gaf mér að borða. Ég skynjaði hryggð hússins, því allir töluðu um veikindi pabba ... en ég fann enn sárar til minnar eigin sorgar, ég var köld og hungruð, enginn sem virti mig viðlits. Ég stóð þarna unz hálfmáninn var setztur. Ég átti ekkert, gat ekkert nema grátið. En mamma bældi niður í mér grátinn. Pabbi gaf ekkert hljóð frá sér, hvítur dúkur breiddur yfir andlitið. Mig langaði að rífa hann frá, til að sjá hann en þorði það ekki. Herbergið var aðeins smákytra og hún var öll lögð undir pabba. Mamma klæddist hvítum klæðum, hvítum serk var líka steypt yfir rauða stakkinn minn, ég man að brjóstaukinn hafði enn ekki verið felldur í, því sleit ég viðstöðulaust upp hvíta saumana úr röndunum. Allir voru önnum kafnir og mikill kliður, gráturinn nístandi, samt var alls ekki mikið að gera. Það tók því varla að gera svona mikinn hávaða. Pabbi var Iagður í kistu gerða af fjórum þunnum borðum, það skein alls staðar í gegnum rifurnar. Seinna komu fimm eða sex menn og báru hana á brott. Við mamma komum á eftir grátandi. Ég minnist pabba, ég minnist kistunnar. Þessi kista táknaði endalok lians. í hvert skipti sem mér er hugsað til hans, 361
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.