Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 98
Tímarit Máls og menningar Ekki frá neinu að segja finnst mér liins vegar fremur dauf saga og átakalítil. Fagra haust er fjórða sagan, átakanleg mynd af gamalii konu, sem hefur slitið sér út fyrir aðra og enginn vill framar hafa nema elliheimilið. Þangað verður hún því að stíga sín þyngstu spor á lífsleiðinni. Næst er þáttur: Móðir, kona, meyja. Það er í raun og veru engin saga, heldur erindi um afstöðu konunnar til eiginmanns, heim- ilis og barna, lögð í munn roskinni sveita- húsfreyju, en mælt fyrir minni kynsystur hennar. Samkvæmt orðanna hljóðan, á eig- inkonan ekki að tala á mannfundum né hafa afskipti af pólitík, heldur sýna manni sínum auðmýkt og undirgefni í hvívetna. Páll postuli mun hafa haldið þessu fram, en tæpast eiga slíkar skoðanir lengur erindi til fólks, sízt meðal smásagna, jafnvel þótt skiljast beri sem háð. Mesta sagan heitir Dómsorði hlýtt. Hún er þeirra yfirgripsmest og spar.nar yfir lengstan tíma og rúm, kafar dýpst í kviku sálarlífsins, einkum kvenna. Aðalefnið eru átök húsmóður, sem er óbyrja, og vinnu- konu um óskilgetið barn hinnarsíðamefndu. Atburðirnir gerast á umbrotatímum síðustu áratuga, þegar vélar hafa leyst vinnufólk af hólmi í sveitum við dagleg störf, ræktun og aðrar framkvæmdir, unz margar helztu jarðir urðu hverjum manni ofviða til kaups, nytjunar og viðhalds. Húsfreyjan fær að vísu son vinnukonunnar til fósturs í bráð með þeim rökum, að þau hjónin geti séð honum fyrir betra uppeldi en fátæk, um- komulaus móðir hans. En þegar henni vex fiskur um brygg og hún giftist, reynir hún að ná honum aftur til sín fyrir atbeina lög- fræðings. Sonurinn yfirgefur að lokum fóst- urforeldrana fyrir fullt og allt, og þatt sitja eftir ein og öldruð sem síðustu ábúendttr á ættaróðali bóndans. Að sjálfsögðu má finna einhvern ltnökra á þessari sögu. Til dæmis hefði ég kunnað betur við, að sagan væri sögð í þriðju persónu. En við það hefði hún ef til vill tapað einhverju af sorgleg- um innileika sínum og sársaukafullum ör- lögttm. Púnktur á skökkum stað ber fremttr keim ævintýrs eða likingar en smásögu. Forvitin stúlkubarnsaugu horfa fyrst út um kjallaragluggann á verndina, þar sem hún þrammar eftir götunni, veita því síðan at- hygli, hvernig verndin leggur undir sig hvern blett umhverfisins af öðrum. Þegar stúlkubamið Glóeyg stækkar, lendir hún í klóm vemdarinnar. Ofurölvuð er hún látin inn í port. Oldruð hjón úr sveit skjóta yfir stúlkuna skjólshúsi í bráð. En hún fellur á nýjan leik í sömu freistni skemmtanafíknar og óreglu. Og þegar henni verður síðar kastað inn í portið til sorptunnunnar, hvað þá? spyr höfundur, ef gömhi hjónin verða dáin. — Ég býst við, að Glóeyg sé tákn- tnynd íslenzku þjóðarinnar, fullveldis henn- ar og frelsis. Verndin er auðvitað setuliðið með sívaxandi áhrif sín á sál og samvizku fólksins, eftir því sem tímar liðu. Á meðan Islendingseðlið í sveit og við sjó heldur velli, er bjargar von. En þegar aldamóta- kynslóðin verður öll, gæti syrt í álinn. Og í sögulok tekur lesandinn undir með skáld- konunni: „Hvað þá, ef gömlu hjónin verða dáin?“ Ltkingin er snjöll og gleymist ó- gjarnan. Síðasta sagan, Maður uppi í staur, á vís- ast einnig að skiljast sem táknræn mynd af þjóðlífi nútímans, mannlegum veikleika og hættum þeim, sem framfarir og nýjungar hafa skapað. Himinhár, en ótraustur staur- inn gæti þá verið ímynd kjarnorkunnar eða geimferðanna, vist ntannsins hátt ofar jörð, ofdirfsku ltans og öryggisleysis, þar eð tækn- in er varhugaverð, vopn hennar tvíeggjuð. En líkingin hittir ekki eins vel í mark og í „sögunni“ næstu á undan. En þó að Jakobínu Sigurðardóttur bregð- ist þannig stundum bogalistin unt gerð smá- 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.