Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 106
Timarit Máls og menningar um a'ð svo líti út sem „landsmenn liafi flestir verið án dansa í eina eða tvær aldir og í sumum héruðum jafnvel lengur." I ritgerð sem Jóni Arnasyni var send um 1860 er Þórdís kona séra Sigurðar á Rafns- eyri, móðir Jóns forseta, borin fyrir lýsingu á Hoffinnsleik og hafði hún verið við þann leik á unglingsárum hjá dönskum katip- manni á Þingeyri í Dýrafirði. Þórdís var fædd árið 1771 eða 1772; þá þegar hafa dansleikir verið að mestu af lagðir eins og fram kemur í skrifum Olaviusar og fleiri um svipao leyti. Næsta kynslóð hefur ekki þekkt dansleiki nema af afspum. Má vera að Jónas Haligrímsson hafi það einnig í huga þegar hann kveður: dauft er í sveit- um, hnipin þjóð í vanda (í Gunnars- hólma), og: Gleymd eru lýðnum landsins fomu kvæði; / leirburðarstagl og holta- þokuvæl / fyllir nú breiða byggð með aum- legt þvaður; / bragðdaufa rímu þylur ves- all maður (í Hulduljóðum). — Og þegar íslenzkir sóknarprestar sitja við það árið 1839 og næstu ár að svara spurningum Ilins íslenzka bókmenntafélags í Kaupmannahöfn um sóknir þeirra, allt frá landslagi sókn- anna til siðferðis sóknarbarna, og röðin kemur að spurningunni um skemmtanir, verður heldur fátt um svör. Margir nefna lestur fornsagna og rímnakveðskap, og einn bætir þá við: „en víða er ekki önnur skemmtun höfð en sú sem hvör finnur við verk sín og iðju.“ Annar svarar blátt á- fram: „sögulestur og vinnu sína.“ — „Skemmtanir — hjálpi mér!“ hrópar einn og bætir við að þær séu fáar, „og þykir hvörki vera föng eða tíma til þeirra ...“ (Sjá Sóknalýsingar, ÍB 19 fol.). Meðal frændþjóðanna eru svo nefnd fornkvæði (folkeviser) langsamlega fyrir- ferðarmesti kveðskapurinn á miðöldum og Færeyingar hafa sem kunnugt er sungið slík kvæði í dansi fram á þennan dag, þó að „engelskur dansur" sé farinn að sækja á síðari árin. Efni þeirra er fjölbreytilegt en oftast um ástir riddara og tiginna meyja og ekki skortir margvísleg ævintýri, trölls- skap og fjölkynngi, víg og blóðugar hefnd- ir. Önnur segja frá fornköppum eða eiga rætur sínar að rekja til sannra atvika. Flestöll íslenzku kvæðin eiga sér erlendan uppruna — yfirleitt danskan að því er virð- ist — og hefur verið snarað mjög lauslega á íslenzku og hafa þá oft flotið með óþýdd orð og ambögulegt orðalag. Jómfrúin situr í Iiœga loft — eða Ása hœgt í brysti hló eða hún er ein eSlu rósa (viðlag), hann til hófa rciS (úr viðh), móSir mild undir hlíSa (úr viðl.) og fornkvæðamálfari til- heyra sagnbeygingarnar grór (f. grær) og stár (f. stendur). Þetta verður allt skiljan- legt ef inenn hafa í huga samsvarandi orð á dönsku. Þó er mjög misjafnlega mikið um slíkt orðafar í kvæðunum og ekki er það einhlítt er dæma skal um uppruna ein- stakra kvæða. I Gunnars kvæði sem er um Gunnar á Hlíðarenda og Hallgerði og verð- ur að ætla alíslenzkt, stendur t. d.: Ljáðu mcr hár þitt góða. / Nú stár mitt líf til voða.1 Það er annað höfuðeinkenni fornkvæð- anna að í þau vantar hljóðstafasetningn (höfuðstafi og stuðla) og er það ólíkt öll- um öðrum íslenzkum kveðskap fyrr og síð- ar (þangað til á þessum síðustu og verstu tímum). Geta má nærri að þetta hefur ekki þótt merkilegur kveðskapur á sínum tíma. En hvenær var hans tími? Fræðimenn hef- ur grcint á um það, en nú má heita orðið samkomulag um að dönsk kvæði hafi verið farin að berast hingað á 13du öld, jafnvel fyrir miðja öldina. Síðara markið er ó- ljósara. Annars konar danskvæði koma brátt til sögunnar, — rímur á 14du öld 1 Reyndar bregður fornkvæðamálfari fyr- ir í óskyldum greinum kveðskapar og jafn- vel í óbundnu máli. 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.