Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 107
Umsagnir um bœkur (mansöngur fyrstu rímu í Sörlarímum sann- ar að rímur hafa þá verið kveðnar í dansi, — hins vegar er ekki til beinn vitnisburður um að fornkvæði hafi verið danskvæði), síðan afmorskvæði og vikivakakvæði. Þegar farið er að skrifa upp fornkvæðin eftir iniðja 17du öld eru þau nefnd þessu nafni sem sýnir að þau eru þá dauð bókmennta- grein (og Jón Olafsson Indíafari sem um líkt leyti fæst við að þýða dönsk forn- kvæði, kveður þau undir rímnahætti en heldur þó viðlagi og ófullkomnu rimi bregður fyrir að hætti fornkvæða; sjá útg. Jóns Helgasonar, Isl. fornkvæði IV). Þeir sem þennan kveðskap fluttu með sér til íslands og hinir sem eftir líktu, hafa kært sig kollótta um álit íhaldssamra manna á þessum kvæðum, en svo fór að þau urðu að þoka af dansgólfinu fyrir rímum og vikivakakvæðum á rammri íslenzku með hljóðastafasetningu og skáldamáli, heitum og kenningum. En ávallt hafa einhverjir kunnað að fara með og syngja fornkvæði. Þeir Jón Sigurðsson og Grundtvig byrja fornkvæðaútgáfu sína á KvœSi af Olaji liljurós og taka fram að þetta kvæði sé enn meðal dáðustu og algengustu kvæða á ís- landi. Aliir þekkja lagið; það er og fornt, en Færeyingar eru nú taldir kunna betur rétta hljómfallið. Náskylt kvæði er til á tungum annarra Norðurlandaþjóða og þar kemur fram það sem vantar í íslenzkar upp- skriftir fyrr og síðar, að Ólafur liljurós lenti í þessum ósköpum daginn fyrir brúð- kaup sitt, og unnusta hans var ein þeirra þriggja sem dóu og jóru (eða voru lögS) í steinþró saman (tvær gerðir). Efni vikivakakvæða er mjög margbreyti- legt; mikið um ástir, bæði kveinstafir og kvennalof, ýmiskonar gamankvæði, háð og spé og stundum um nafngreinda menn, og sum allklúr. Sum bera með sér ólýsanlegan þokka, stundum angurværan. Onnur orka á lesandann með hraða, glaum og gleði. Og mörg eru kveðin af leikandi lipurð á skín- andi fallegri íslenzku. En í útgáfu ætlaðri almenningi mundi hreint ekki veita af að skýrðar væru kenningar (margar heldur en ekki snúnar) og auk þess ýmis fágæt orð. Eitt byrjar svo: Grés á grundar dróma geisar ferjan Oma nú úr nausti góma, ef nýtir þiljan Ijóma. (II 133). Ilér er um að ræða hið vandaðasta verk í alla staði, en á því er einn stór galli: út- gáfunni er skorinn of þröngur stakkur. Þeim, sem á annað borð kunna að meta þennan skáldskap, nægir ekki úrval, — jafnvel ekki stórt úrval. Mátt hefði taka öli fornkvæði (þó ekki væru prentaðar all- ar gerðir); það hefði líklega orðið mátu- legt í eitt bindi. Vikivakakvæði skipta hundruðum — 43 kvæði eru prentuð hér á 104 blaðsíðum og mætti gizka á að heildar- safn (500 kvæði?) kæmust fyrir í tveim 30 arka (480 bls.) bindum. Þá eru eftir leik- kvæði, afmorskvæði, þulur, margvíslegar stökur og kviðlingar (sem hér eru í úrvali), og má ætla því eitt stórt bindi, og síðast en ekki sízt — og þá er komið út fyrir þau mörk sem J. S. setti sinni útgáfu — hefði mátt óska sér eins bindis eða tveggja (lík- legra) með því efni (og þvílíku) sem prent- að er í safni Ólafs Davíðssonar (4. b. af ís- lenzkum gátum, skemmtunum, vikivökum og þulum, „íslenzkar þulur og þjóðkvæði"), þar sem eru sagnakvæði (Kötludraumur o. fl.), galdrar, grýlukvæði, þulur (fuglaþul- ur, barnagælur, ýkjukvæði, gamankvæði o. m. fl.). Hér eru þá komin að líkindum ein fimm stór bindi — og hefur þó ekki verið gjört ráð fyrir inngangi sem þyrfti að vera yfirgripsmikill. Mörgum mun nú þykja ærin heimtu- frekjan, — og ég veit vel að þvílík útgáfa 7 TMM 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.