Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 10
Tímarit Máls og menningar skyldu menn lifa á svona stað? Hvernig skyldu menn deyja? Hvað skyldu menn segja hverjir við aðra, þegar þeir vakna á morgnana?“ Kynntist þú eitthvað fólkinu? Pribilofseyj ar eru fremur sléttlendar, en Aljútaeyjar mjög fjöllóttar, hver eyja nánast eitt eldfjall. Gróðurfar er svipaÖ og á annesjum norðanlands, að vísu aðrar jurtategundir. Loftslag er hráslagalegt, þokur tíðar og vindur sí- blásandi. Norður með Beringshafi eru freðmýrar miklar, nánast græn eyði- mörk sem engum er fær nema fuglinum fljúgandi. Þegar lengra dregur inn til landsins eru freðmýrarnar vaxnar ótræðum greni-, aspa- og birkiskógum. Hér lifa Eskimóar enn á veiðum, en eru þó teknir að flykkjast til bæjanna. Aljútar á Pribilofseyjum lifa nær eingöngu á selaslátrun, enda eyjarnar fræg selalátur. Mér sýndust Eskimóar harðari af sér en Aljútar, enda má hafa hörð bein til að standast þá menningu sem haldið er að þeim. Sennilegt þykir mér að tunga Aljúta á Pribilofseyjum deyi út með þeirri kynslóð sem nú lifir, enda ekkert gert til að halda henni við. Fólkið var einstaklega viðmóts- gott og hjálpfúst. Hvaðan eru Aljútar upprunnir, hvorum megin sundsins og að hverju leyti greina þeir sig frá öðrum Eskimóum? Enn gríp ég til jarðfræðinnar. Eins og áður er getið eru rúmar þrjár milj- ónir ára síðan sjór flæddi fyrsta sinni gegnum Beringssund og skildi megin- löndin að og hindraði ferðir landdýra og plantna. En þau dýr og plöntur sem ekki höfðu þá þegar dreift sér um löndin beggja vegna sundsins höfðu samt ekki misst alveg af lestinni, því að á jökulskeiðum jökultímans batzt svo mikið af vatni á meginjöklum að sjávarborð lækkaði um 100 metra og sundið varð þurrlendi, enda mesta dýpi aðeins um 40 m, en fjarlægðin milli landa um 60 km. Þannig er talið að Aljútar og Eskimóar hafi komið gangandi þurrum fót- um yfir þar sem nú er Beringssund, síðla á síðasta jökulskeiði. Hafa þeir því verið á ferðinni ekki síðar en fyrir 10 þúsund árum, en þá fór sundið undir sjó. Elztu fundnar menjar um þessa þjóðflokka eru um 9000 ára gamlar. Svipar steináhöldum beggja mjög til slíkra hluta sem fundizt hafa í Japan og eru talin þar um 15.000—20.000 ára gömul. Segir þetta nokkuð til um uppruna Aljúta og Eskimóa, en þeir skildust að fyrir langa löngu og eru nokkuð ólíkir í útliti, þótt tungumál þeirra séu talin skyld. Um Indiána gildir öðru máli, þeir hljóta að hafa sloppið yfir Beringssund ekki síðar en fyrir 25.000 árum, annars hefðu þeir tæpast komizt suður fyrir ísskjöldinn mikla ^ 248
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.