Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 35
Kalt stríS lenzku hjarta nær. Fáskiptið fólk, innhverft og hert við mótgangssöm lífskjör, hefur opnað þessum litla fugli sál sína, leyft honum að syngja inn í hana fögnuð sinn og dapurleika. Enga gleði hefur það kennt himneskari en þá, sem dírrindí lóunnar vakti í brj óstum þess á sólskinsstundum. Og engan trega hefur það fundið ljúfsárari en hið hljóðláta bíbí, þegar kaldan blés. Það er eins og þessir tveir litlu tónar feli í sér raunasögu heiilar þjóðar. Kannski var Hreggviður hingað kominn meðfram til að hiýða enn einu sinni á þennan forna trúnaðarvin og vita, hvað hann hefði að segja þeim, sem bráðum mundi allur. Hreggviður þurfti ekki lengi að furða sig á söngleysinu þarna á móunum. Þegar hann hafði gengið litla stund, flaug móleitur fugl dökkur upp úr runna skammt fyrir framan hann. Þessi fugl gaf ekki frá sér nokkurt hljóð, og vængjatakið var líka algerlega hijóðlaust, þar sem hann flýði í fáti af götu Hreggviðs eins og rekinn áfram af vondri samvizku. Hreggviður vissi óðar, livers kyns var. Hann liafði reyndar aldrei séð þennan fugl áður, en hann liafði heyrt þess getið, að sökum hlýnandi loftslags undanfarna áratugi hefðu uglur farið að venja komur sínar til íslands. Það var þetta óboðna aðskota- dýr, þessi útlendi fugl, sem átti sök á því, að nú var þagnaður söngurinn í mó- unuin hans. Hreggviður veitti því athygli, hvernig hugtakið útlendur var sam- stundis orðið í vitund hans að samnefnara alls þess, sem honum þótti ógeð- fellt við þennan þegjandalega og lymskulega fugl. Hann varð að játa það fyrir sjálfnm sér, og reyndar ekki í fyrsta sinn, að hann bar í brjósti tortryggni til þess, sem útlent var, hann hafði jafnan verið á varðbergi, þegar liann átti eitt- livað við útlendinga saman að sælda, og það var grunnt á kala til þeirra, ef nokkuð bar út af. Hann vissi vel, að þessi afstaða var ekki samrýmanleg heimsborgaraanda nútímans og ekki heldur í samræmi við þá samúð og vel- vild þjóða í milli, sem skylt þótti að glæða á þeim tíma, þegar hann var að fá fyrslu mótun sína. Það var ekki laust við að hann skammaðist sín, og hann hafði oft spurt sjálfan sig, hvernig á þessu stæði. Var þetta einhver heimóttar- skapur, sem stafaði af því, að hann hafði aldrei farið utan og þvi ekki haft nein hein kynni af öðrum þjóðum? Var hér um að ræða fyrirbæri, sem rekja mátti til landfræðilegra orsaka: eyland fjarri meginlöndum kann að skapa sérstakt hugarfar með íbúunum í garð annarra þjóða. Eða voru orsakirnar kannski fremur af sögulegum toga? Brann kannski enn í honum það órétt- læti, sem þjóðin hafði mátt þola af útlendra hálfu fyrr og síðar? Stafaði þessi tortryggni ef til vill meðfram af því, að hann var mótaður í þjóðfélagi, sem ekki átti sér hliðstæðu í öðrum löndum? Hafði kannski sú staðreynd, að íbú- 18 TMM 273
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.