Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 120
Tímarit Máls og menningar
óljósar fregnir af eyjum í Atlants-
hafi norðan Hjaltlands, en um 700
eða litlu síðar eru þeir setztir að á
Færeyjum; áður höfðu eyjarnar
staðið óbyggðar og óþekktar frá upp-
hafi veraldar, segir Dicuil, einn af
öruggustu sagnariturum íra, en hann
var uppi snemma á 9. öld.
Upphaf landnáms á Fœreyjum og ís-
landi
Færeyjar eru fyrsta landið, sem
Evrópumenn finna og nema í úthaf-
inu, svo að öruggar heimildir greini.
Það getur vel verið, að þeir hafi siglt
þangað á steinaldarfarkostum úr tág-
um og skinni; Dicuil hinn fróði seg-
ir, að þrautreyndur guðsmaður írsk-
ur hafi damlað frá nyrztu eyjum
Bretlands á tvíærum kýrhúðarbáti til
Færeyja. Slíkar sjóferðir virðast
helzt gerðar til þess að freista skapar-
ans, og hann refsaði freisturunum
með því að svipta þá frumburðarrétt-
inum til þeirra landa, sem þeir fundu
og helguðu sér fyrstir manna. Um
700 e. Kr. virðast ’hafskip' úr skinn-
um horfin úr sögunni, hafi þau
nokkru sinni verið til. Þá og reyndar
löngu fyrr er fólk á Bretlandseyjum
tekið að smíða sér skip úr timbri.
Mér er ókunnugt með öllu um heim-
ildir fyrir úthafssiglingum á currögh-
um á 8. og 9. öld. Þótt blásnauðir
guðsmenn fleyttu sér þá á slíkum
flatbytnum milli eyja og enn í dag
séu þær notaðar innan skerja á ír-
landi, að vísu byrtar með striga í
stað húða, þá sannar það ekkert um
siglingar Papa hingað norður á sams
konar keröldum.
Dicuil bókfærir um 825 margfræga
frásögn af klerkum, sem dvöldust á
Thule frá því í febrúar og fram í
ágúst einhvern tíma á síðasta fjórð-
ungi 8. aldar að öllum líkindum. Þar
telja menn sig hafa fyrstu öruggu
heimildina fyrir mannaferðum á ís-
landi, en hún er því miður ekki svo
óyggjandi sem skyldi. Það er t. d. nær
óhugsandi, að menn hafi lagt upp í
íslandsferð af írlandi í þorrabyrjun
og það á 8. öld. Ég veit ekkert dæmi
til slíkra sj óferða fyrr en kemur fram
á 15. öld. Klerkasagan er í landfræði-
riti; Dicuil er með henni að leiðrétta
fornar missagnir um norðurhvel jarð-
ar á sama hátt og Pyþeas frá Massi-
líu gerði með Thule-sögnum sínum
rúmum 11 öldum áður. Dicuil þekkir
auðsæilega frásagnir Pyþeasar um
Thule, virðist meira að segja þiggja
þaðan einstök atriði sögu sinnar.
Hann kveðst hafa þingað við prest-
ana, landa sína, fyrir 30 árum, þegar
hann ritar bók sína, svo að íslands-
farar hafa ekki verið á hverju strái
um hans daga. Á þessum þremur ára-
tugum hafa frásagnir klerkanna e. t.
v. runnið saman við lærdóm af bók-
um í kolli fræðimannsins. Það verð-
ur því að teljast allöruggt, að seint á
8. öld hafi írar einhverja hugmynd
um ísland, en enginn fótur er fyrir
358