Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 83
Saga um sökkullista og jleira
Þeir settust að borðum og konan bar þeim matinn. Hún var fram úr skar-
andi blíð við smiðinn en kom móðurlega fram við Nonna og Pál.
Eg ber þetta bara fram á pönnunni, sagði hún.
Ætli hún sé dónaleg.
Nei, maður hefur tekið fyrr beinl af pönnunni.
Og aldrei hlekkzt á.
Þeir hlógu báðir, konan hló einnig en Nonni sat grafalvarlegur og las með-
an hinir skömmtuðu sér og völdu beztu bitana.
Hvað ert þú að lesa, Nonni minn, spurði Páll.
Bók, sem þú skilur ekki. Ilíonskviðu.
Nonni, sagði konan ávítandi. — Hann fékk þrjú verðlaun í skólanum.
já, bann lét sig hafa að draga heim í búið þrjú verðlaun, drengurinn. Það
var ö!l vetrarhýran hans.
Nonni sneri upp á neíið, geiflaði munninn og sendi kokhljóð frá sér.
Svo frélli maður, sagði smiðurinn. Hann lók verðlaunin frá öllum.
Mér fyndist ætti að deila verðlaununum betur niður á börnin.
Nonni gat ekki vitað minna en hann vissi, sagði konan. í siðasta sinn ...
Er þetta sæmileg bók, Nonni minn, spurði Páll. Nú hætlirðu að geta lesið.
Það veit ég ekkert.
Nonni, sagði konan, svaraðu ekki út í hött.
Hún er um sterka kalla og bardaga, sagði Nonni, en það segir ekkert um
sjálfa bókina.
Ég sá þig undir garðsveggnum og þú varst að lesa hana, sagði Páll.
Meðan aðrir hanga í sollinum situr Nonni heima, sagði konan, hann tekur
flest upp hjá sjálfum sér. Hann er afskaplega sjálfstæður.
Nonni gaf frá sér annað kokhljóð, saug til sín loftið með nefinu og opnum
munni.
Hvernig stóð dóttir þín sig, spurði konan og beindi orðum sínum til
smiðsins.
Hvað kemur það málinu við, sagði Nonni.
Maður má víst spyrja almæltra frétta, anzaði konan snúðug, þú hefur ekki
lært að grípa aldrei fram í fyrir fullorðnum.
Smiðurinn þagði.
Vertu ekki feiminn við pönnuna.
Ætli sé ekki bezt að slá sér á þennan feita.
Eg á til meira, sagði konan. Við höfum alltaf nógan mat og ég hita aldrei
upp leifar.
21 TM.M
321