Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 132
Tímarit Máls og menningar lendingar séu af öðru ætterni en Norð- menn. í heild sinni cr rit Mageröys varnarrit fyrir þeirri skoðun að landnámsmennirnir á Islandi hafi verið Norðmenn og bók- menntir þeirra norskar að uppruna. Er það því í beinni mótsögn við kenn- ingar Barða Guðmundssonar, þótt því fari fjarri að það hafi getað hnekkt þeim. Skúli Þórðarson. Islenzkt skáld í Vancouver Síðan íslendingabyggð hófst í Norður- Ameríku á síðari hluta 19. aldar hafa ís- lendingar verið smæsta þjóðarbrotið þar um slóðir. Á sviði bókmennta hefur hlutur landa vorra þó orðið drýgri en margra ann- arra, því að þeir hafa dyggilega fylgt þeirri frónsku þjóðvenju að færa hugsanir sínar í búning ljóðsins. Þótt skáldskapur þeirra á íslenzka tungu sé misjafn að gæðum, stendur hann undir veigamiklum kapítula í íslenzkri bókmennta- og menningarsögu. En skerfur Vestur-íslendinga til eflingar ís- lenzkum fræðum er engan veginn allur fólginn í því, er þeir hafa frumort á ís- lenzku. Ymsir hafa unnið merkileg störf með því að kynna hinum enskumælandi þjóðum íslenzk fræði, einkum með þýðing- um íslenzkra ljóða. 011 þessi bókmennta- iðja hefur smátt og smátt vakið athygli menntamanna; við háskólann í Manitoba fer nú fram kennsla í íslenzkri tungu og bókmenntum, en stofnun þeirrar háskóla- deildar má fyrst og fremst þakka fjárfram- lögum íslendinga vestan hafs. Mér er til efs, að þessi landkynning hafi enn verið metin að verðleikum hér heima. Þótt ljóð Vestur-íslendinga hafi verið prent- uð hér, hefur þeim fremur lítill sómi verið sýndur, þegar Stephan G. er undanskilinn. Höfuðskáld þeirra nú, Guttormur J. Gutt- ormsson, hefur t. a. m. ekki hlotið rúm f sýnisbókum, er settar hafa verið saman í því skyni að kynna fólki íslenzkar bók- menntir. Hefur Guttormur þó kveðið í meira en hálfa öld. Nú er þessu tímabili íslenzkrar bókmenntasköpunar í Vestur- heimi senn að ljúka. Mörg skáldanna eru dáin, en hin, sem enn lifa, flest hnigin að aldri. Meðal þeirra, sem af mikilli kostgæfni hafa varið stopulum stundum til ljóða- starfa, er Páll Bjarnason í Vancouver. Fyrsla ljóðabók hans, Fleygar, kom út í Winnipeg árið 1953. Eru nær tveir þriðju hlutar hennar frumsamin ljóð á íslenzku, en hitt þýðingar úr ensku. Frumsömdu ljóðunum er skipt í eftirtalda kafla: Hugs- að heim — Um daginn og veginn — Ávörp og erfiljóð — Ljóðabréf og annað léttmeti. Flest þessara ljóða eru ort á þriðja, fjórða og fimmta áratug aldarinnar. Mikið ber á tækifæriskveðskap, og er margt þar létt- vægt, en þó er Páll víða hnyttinn og orð- heppinn. Annars er grunntónninn alvarlegs eðlis, örlög manna og velferðarmál eru skáldinu hugstæðust yrkisefni, og í lífs- skoðunum og afstöðu til stjórnmála minnir hann á Stephan G. í kvæðinu Menningin kemst hann svo að orði: Vort frelsi að mestu er fólgið í því að ferðast um göturnar tötrunum í í langvinnri leit eftir herra. Ekki dáir Páll „stórþjóðanna strit“, en virðing hans á íslenzkri menningu og gildi hennar er djúp og sönn. Kvæðinu Eyjan mín lýkur svo: Sittu heil í helgum friði hafsins regin-djúpi á. Uppi’ á foldar efsta riði ekkert vald þér granda má. 370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.