Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 65
Kalt stríð þá langskólagengnu. Mætti ég nú kannski segja örfá orð um hinn normala mann? Þú getur sannarlega verið ánægður með það, Valur, hvað skjólstæð- ingur þinn er orðinn mikið frjáls og emansíperaður. Hann er orðinn maður dagsins. Elítan er ýmist flúin úr landi eða lokuð inni á þröngum sérfræðinga- básum, og allt hvað líður er hún að fá eins mikla vanmáttarkennd gagnvart þínum manni og hann hafði áður gagnvart henni. Nú er það hann, sem gefur tóninn og vinnur afrekin. Ef hann til dæmis kastar hlýhnullungi einhverjum sentímetrum lengra en áður hefur tíðkazt, þá mismæla sig útvarpsþulirnir af hugaræsingu. Og sama er uppi á teningnum í samskiptum kynslóðanna. Þar skal ungviðið standa jafnfætis þeim fullorðnu, ef ekki hærra. Barnið er ekki fyrr farið að stauta milli stóla en foreldrarnir eru komnir á fjóra fætur kringum það. Maður hélt á uppvaxtarárunum, að maður mundi njóta í ell- inni þeirrar virðingar eða að minnsta kosti tillitssemi, sem maður þá sýndi sjálfur eldri kynslóðinni. En það er nú ekki því að heilsa. Kynslóð hins nýja tíma telur sig ekkert þurfa til hinna eldri að sækja. Maður er bara settur í geymslu eins og úrelt amboð.“ Nú sneri Reynir sér að Jarli: „Má ég skjóta hér inn í örstuttri athugasemd til gamans. Mér skildist þú vera að sveigja að íþróttahreyfingu nútímans og átelja, hversu fyrirferðar- mikil hún væri í daglegum fréttum og umræðum. Má ég aðeins minna þig á, að dálæti á líkamsatgervi er ekki ný bóla. Hún er öllu fremur klassískt fyrir- bæri. Eg held til dæmis, að það hafi alltaf staðið meiri ljómi um nafn Gunn- ars á Hlíðarenda en Nj áls. Og er það rangt til getið hj á mér, kæri frændi, að þú liafir setið yfir því að lesa um íþróttir fornmanna, þegar þú varst táning- ur?“ „Ég hef aldrei verið táningur,“ hnussaði Jarl. „En það telst nú bara til al- mennrar mennlunar, að vita eitthvað um líkamsrækt fornmanna.“ Reynir: „Gerir þú þér ljóst, að ef þeir Gunnar á Hlíðarenda og Kjartan Ólafsson væru uppi á vorum dögum, mundu þeir ekki skara tiltakanlega fram úr afreksmönnum nútímans. Þeir mundu óefað vera framarlega í íþrótta- hreyfingunni, líklega báðir í KR. Og starfa í lögreglunni.“ „Já, einmitt,“ anzaði Jarl. „Getur þú kannski plaserað fleiri af persónum fornsagnanna í nútímaþjóðfélagi? Hvar mundi til dæmis vera að leita Helgu fögru?“ „Helgu fögru?“ endurtók Reynir og deplaði augunum kímileitur. „Við skulum sjá. Já, hún mundi tvímælalaust vera hárgreiðsludama.“ Jarl: „Já, það er svo. En spurningin er bara, hvort Gunnlaugur, sem þá 303
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.