Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 141
BOKAMENN
Meðal bóka Almenna bókafélagsins, sem viS bjóðum yður nefnum við eftir-
farandi bækur um íslenzk fræði, þjóðlegan fróðleik og þjóðmál:
Lýðir ©g landshagir, fyrra bindi, eftir dr. Þorkel Jóhannesson. Þetta
er fyrra bindi af helztu ritgerðum þessa trausta og skarpskyggna vís-
indamanns. Ritgerðirnar fjalla einkum um hagsögu og atvinnuhagi.
Land og' lýðvcldi I. og II. eftir dr. Bjarna Benediktsson. í þessu riti
eru sýnishorn af helztu ritgerðum, ræðum og blaðagreinum frá rösk-
lega 30 ára stjórnmálaferli höfundarins. Land og lýðveldi er í megin-
dráttum samtímalýsing þeirra viðburða, sem hæst ber í sögu Islands
á síöustu áratugum.
Islenzkar bókmenntir í fornöld eftir dr. Einar Ól. Sveinsson.
Þetta mikla ritverk fjallar um glæstasta skeið íslenzkra bókmennta.
Þessi bókmenntasaga flytur snjallan og ýtarlegan inngang um upphaf
íslenzkra bókmennta, yfirlit yfir kveðskap íslendinga, Eddukvæöin,
aldur þeirra, sköpun og varðveizlu.
Kvæði og danslcikir I. og II. í útgáfu Jóns M. Samsonarsonar.
Þetta rit eru fyrstu bindin í fyrirhuguðu safni íslenz/crar þjóðfrœði,
sem AB mun gefa út. Þessi tvö bindi eru safn danskvæða, og skiptast
þau í þrjá aðalflokka, fornkvæði, vikivaka og safn af viðlögum, en
minni flokkar eru stökur og kviðlingar, afmorskvæði, leikkvæði, þulur
og langlokur. Ytarlegur inngangur fylgir kvæðunum.
Hannes Hafstcin I.----------III. eftir Kristján Albertsson. Enn eru til ein-
tök af þessu ritverki, sem fjallar um einn mesta leiðtoga þjóðarinnar
á mjög atburða- og afdrifaríku skeiði þjóöarinnar. Rekur bókin ýtar-
lega skáldskap, skólaár, embættisstörf og ráðherratíð Hannesar Haf-
steins.
ALMEIVXA BÓKAFÉLAGIÐ
Austurstrœti 18 . Reykjavík