Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 56
Timarit Máls og menningar „Fjarstæða! Óhugsandi!“ Þráinn horfði á hann og endurtók orð hans seinlega: „Fjarstæða, óhugs- andi. Segðu mér eitt: heyrirðu ekki tómahljóðið í þessum upphrópunum þín- um? Er það einhver fjarstæða, eitthvað óhugsandi, að eitt minnsta þjóðar- ríki í heimi geti dáið út? Þú veizt líklega eins vel og ég, að í sögunni getur á öllum tímum um þjóðir, sumar stórar, sem dóu út, týndust. Á okkar tímum eru tugir og hundruð þjóðarbrota út um allar jarðir, flest mörgum sinnum fjölmennari en íslendingar, sem aðeins bíða dauða síns, sum hver af þeirri ástæðu fyrst og fremst, að þeim þykir ekki taka því að vera til. Hugmyndin um það, að þjóð geti dáið út, ætti annars ekki að vera sérlega fjarlæg okkur íslendingum. Við mættum muna það, að rétt á næstu grösum við okkur dó út lítið, blómlegt þjóðfélag, afsprengi okkar eigin þjóðfélags. Það gengur svona stundum: Fyrst kelur toppinn, og síðan fer stofninn. Það má vel vera, að atvikin hagi svo til, að þetta Velferðarbandalag verði ekki annað en stundarbóla. En spurningin á eftir að koma upp oftsinnis á komandi tímum, þessi hjákátlega samvizkuspurning: Þykir þjóðinni það ómaksins vert að vera til? Það verður bent á, að tiltekin efnahagsleg verkefni séu ofviða svo fámennri og févana þjóð sem íslendingum. Og það verður ennfremur gerð grein fyrir því, að sökum þessa getuleysis verði íslendingum ekki kleift að veita sér jafngóð lífskjör og aðrar þjóðir hafa. Síðan byrjar prósentureikningurinn, og það verður sýnt í tölum, hverju munar. Og síðan verður spurt: Góðir íslendingar, ætlið þið að taka á ykkur þetta óhagræði einungis af tryggð við úreltar hugmyndir um sjálfsforræði smáþjóða? Það væri mikil og óleyfileg bjartsýni að gera ráð fyrir, að svarið verði alltaf já- kvætt. Þjóð, sem orðin er samdauna andrúmslofti velferðarríkisins, þess þjóð- félags, þar sem hagræðing, bæði tæknileg og andleg, er æðsta boðorðið, þar sem mönnum er kennt frá blautu barnsbeini að meta allt eftir fj árhagslegum ávinningi og velja í hverju máli þá leið, sem minnsta áreynslu kostar, sú þjóð hlýtur fyrr eða síðar að svara eins og maðurinn í þjóðsögunni: Sjaldan hef ég flotinu neitað.“ Þráinn þagnaði. Hann hafði í rauninni lokið því, sem hann vildi sagt hafa. En hann var orðinn heitur og var aftur byrjaður, áður en varði: „Ég veit, hvað þú munt segja: Þetta er einhliða. Það koma alltaf fram heilbrigð öfl. Ég segi: Má vel vera. En það verður um seinan. Og það á engu síður við um þjóðir en einstaklinga, að það er of seint að iðrast eftir dauð- ann.“ 294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.