Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Qupperneq 88
Tímarit Máls og menningar
þessu undir spaða hrærivélarinnar og skrúfaði frá stærsta eldhólfinu. Meðan
það volgnaði hringdi hún í konu smiðsins og sagði:
Hafðu engar áhyggjur af karldáranum þínum, hann var hér í miðdegismat,
verður h'ka í kaffi og eilífri pönnukökuveizlu. Ég verð að launa honum fyrir
Nonna, ég var sannarlega orðin uggandi um drenginn.
Konan fór í nýjar, rauðar flónelsbuxur, gerði tuttugu pönnukökur og gal-
opnaði hurðina fram á ganginn. Hún ætlaði að loka henni þegar þeir heitir
í munninum legðust í gólfið eftir kaffið, í launaskyni við smiðinn. Hún faldi
bókina inni í skáp undir bréfi, þannig gæti hún sagt ef hann saknaði hennar:
nú hún hefur slæðzt þangað inn með bréfadrasli; og saknaði hann hennar og
fyndist hún ekki gat hún alltaf hafa lent óvart með bréfadrasli í öskutunnuna;
hún gat sagt: auðvitað er vont að týna verðlaununum, en þú hefðir þá bara
átt að hugsa betur um hlutina.
Aldrei framar þyrfti hún að bera áhyggjur vegna þessara verðlauna, sem
á óskilj anlegan hátt höfðu borizt inn á heimilið með Nonna, sem gat ekki
skilið að hann kæmi einungis illu orði á sig með þessu. Og gleðin yfir mála-
lokunum hreif hana í arma smiðsins og í arma Páls, fang Kalla, og lengi sat
hún í örmum prestsins í útskornum hægindastól og hann blés pípureyk upp
í nefið á henni, kennarann lét hún í friði, glotti við honum á hlaupunum
út í búðina eftir rjóma, þeytti hann á pönnukökurnar og var i sátt við heim-
inn þegar smiðurinn sagði:
Þið skuluð fá rauðan sökkullista, sem fer vel við gult húsið og grænt þakið.
Hún varð svo skjálfhent að kaffið helltist úr könnunni á skálina.
Hún náði í púða undir höfuðið á Nonna svo hann gæti legið þægilega á
gólfinu við hlið smiðsins, sem hún steig yfir tvisvar. Fleiri störf voru henni
um megn. Hún tók inn pillu og hallaði sér út af á stofudívaninum, hlustaði
á gáturnar, sem Nonni lagði fyrir smiðinn til að vinna hylli hans og hún lét
bollaþvottinn bíða, óvitandi að smiðurinn mundi segja heima eftir kvöld-
matinn:
Þessi drengkauði verður aldrei neitt til vinnu, hann er ómenni. Og ímyndi
þau sér að mér sé einhver þægð í að éta pönnukökur og standa á gati við
gáturuglið í honum skjátlast þeim. Hún getur hætt að sýna uppundir sig
þess vegna; hann fær aldrei steypuvinnuna hj á Kalla.
En sú della og vitleysa, sögðu þau.
Málið er of einfalt og ljóst til þess nokkur geti komið þar auga á rökrænt
samhengi.
326