Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar
halda áfram að sprengja og brenna af
handahófi ómótstæðileg, ekki sízt fyr-
ir þjóð eins og Bandaríkjamenn, sem
gætu eytt öllu lífi á yfirhorði Suður-
Víetnams án þess að ganga mjög
nærri vopnabirgðum sínum eða fjár-
munum.
Að síðustu er hin vonleysislegasta
og örvæntingarfyllsla tegund ógnar-
stefnu, sem Bandarikin beita nú: hót-
unin að breiða stríðið út til annarra
landanema þeim takizt með einhverju
móti að fá skæruliðana til að hætta
að berjast. Þessi stefna á sér enga
skynsamlega réttlætingu. Ef Víetnam-
stríðið væri í raun það sem banda-
ríska utanríkisráðuneytið heldur
fram: sem sé „óbein“ erlend árás, án
,,sj álfkveiktrar innanlandsuppreisn-
ar“, þá hefði enga nauðsyn borið til
að varpa sprengjum á Norður-Víet-
nam. Víetkong væri þá engu þýðing-
armeira sögulegt fyrirbæri en tilraun-
ir til að koma upp skæruhernaði á
Spáni eftir 1945, en hann gufaði upp
án þess að skilja eftir önnur ummerki
en greinar í smáborgablöðum og fá-
ein rit eftir spænska lögreglumenn.
Og ef fólkið í Suður-Víetnam væri á
hinn bóginn hliðhollt þeim hershöfð-
ingja sem telur sig vera ríkisstjórn í
það og það sinnið, eða langaði bara
til að fá að „lifa í friði“, þá væri ekki
meiri ókyrrð í því landi en í ná-
grannalöndunum Cambodia og
Burma, sem bæði hafa haft eða hafa
enn skæruhreyfingar.
En nú er orðið ljóst, og hefði alltaf
ált að vera ljóst, að Víetkong mun
ekki hverfa þegjandi og hljóðalaust,
og ekkert kraftaverk getur innan
skamms breytt Suður-Víetnain í ör-
uggt andkommúnistískt lýðveldi. Eins
og flestar ríkisstj órnir í heiminum
vita (þó að ein eða tvær þeirra, til
dæmis sú brezka, séu of háðar Banda-
ríkjunum til að kveða upp úr með
það) þá er ekki að vænta neinna
hernaðarlegra úrslita í Víetnam, ef
ekki kemur að minnsta kosti til meiri-
háttar styrjaldar á landi í Suðaustur-
Asíu, sem mundi sennilega verða að
heimsstríði þegar Bandaríkin upp-
götvuðu fyrr eða síðar að þau gætu
ekki heldur unnið slíkt stríð. Og þar
mundu mörg hundruð þúsunda
bandarískra hermanna berjast, vegna
þess að bandamenn Bandaríkjanna
eru ekki nógu vitlausir til að taka þátt
í þesskonar stríði, þó þeir mundu án
efa senda eitt herfylki eða sjúkradeild
til málamynda. Áróður þeirra sem
vilja halda svolítið lengra í stríðs-
rekstrinum mun harðna og sömuleiðis
trú Pentagonmanna á sjálfsmorðsóð-
ustu blekkinguna um Víetnam — að
Norður-Víetnama og Kínverja sé
hægt að hræða til að hafa sig hæga
með hótun um kjarnorkustríð.
Amerískum hershöfðingjum (og
yfirleitt öllum sem sækja hugmyndir
sínar um stríð í aðstæður iðnaðar-
landa) væri hollt að átta sig á því að
Kínverjar munu annaðhvort líta á
350