Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 17
Kalt striS á það, að starf hans var þáttur í hinu stórfellda átaki allrar þjóðarinnar til að brjótast úr fátækt til hjargálna á skömmum tíma. Annars væri það ýkjur, ef sagt væri, að hann hefði ekki haft af neinu að segja nema sálarlausu brauðstriti. Hann hafði oft haft ánægju af aðalstarfi sinu, barnakennslunni. Honum þótti gaman að umgangast börn, og hann átti margar ánægjulegar minningar frá kennslustarfi sínu fyrr og síðar. Það gat til dæmis verið ógleymanlegt að heyra litlu angana fara með kvæði, ættjarð- arljóð frá 19. öldinni ... Heyrið vella á heiðum hveri, heyrið álftir syngja í veri. Islands er það lag. Þessi heiðríku vorkvæði íslenzkrar endurreisnar hljómuðu svo yndislega af vörum barnanna. Þá rifjaðist líka oft upp bernska hans sjálfs, þegar fólkið í strjálbýlli sveit kom saman á helgidögum eða á kvöldin að loknum störfum, oft um langan veg, til að syngja saman þessi sömu kvæði. Vænzt þótti honum þó um minningarnar frá ferðunum, sem hann fór stundum með börnin á vorin til að sýna þeim landið. Það kom upp í honum sveitamaðurinn, þegar hann var að benda þeim á lambféð, kenna þeim heiti á fjöllunum eða benda þeim á fornar þjóðleiðir, sem troðnar höfðu verið af hestahófum öld fram af öld. Ekki þótti þeim blómin tilkomumikil fyrst í stað svo sem lambagras, vetrarblóm, héluvorblóm. Það fór lítið fyrir þeim hjá erlendum skrautblómum úr gróðurhúsum. En þegar hann brá upp stækkunarglerinu sínu, urðu börnin óð og uppvæg að skoða. Þeim fannst eins og þau sæju allt í einu inn í heim ævintýranna. Hreggviður hugsaði um það þá, og reyndar oft endranær, hvílíkt lán það væri fyrir þjóðina að eiga þetta víðáttumikla land með heiðum sínum og hrjóstrum, ósnortið á stórum svæðum eins og við upphaf byggðar. Sízt væri ástæða til að öfunda þjóðir í suðlægari löndum, þar sem menn náðu varla andanum fyrir þrengslum. Þó að Hreggviður væri búinn að hugsa lengi með tilhlökkun til þessarar stundar, er hann næði aldursmarkinu og gæti farið að slaka á, fór liann þó, þegar nær dró þessum tímamótum, að efast um, að hann mundi una sér til langframa við að sitja auðum höndum. Vinnudagurinn var orðinn langur og strangur, og umskiptin mundu verða mikil og líklega óþægileg. Auðvitað gat hann fundið sér eitthvað til dundurs svo sem það að lesa góðar bækur, en mundi hann ekki þreytast á því, þegar til lengdar léti. Þó að hann ætti enn ólesnar margar þær bækur, sem hann hafði fyrr á árum langað til að geta sökkt sér niður í, þótti honum nú vafasamt, að hann ætti eftir svo mikið and- legt fj ör, að þær mundu vekja áhuga hans. Og ætli hann mundi flytja með sér bókvitið yfir um fremur en fjármunina? Eftir því sem hann hugsaði mál- ið betur, sannfærðist hann um, að hyggilegast mundi fyrir hann að halda 255
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.