Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar Hreggviður lét sér það vel líka. Honum þótti að sönnu gaman að hitta æsku- vin sinn og bera saman bækurnar við hann, en erindi hans var nú samt fyrst og fremst það að heilsa dalnum — heilsa og kveðj a — blanda við hann geði, ef svo má segja, í síðasta sinn. Það var komið kul í loft, enda liðið að miðnætti. Of ríkt væri að orði kveðið að segja, að brugðið væri hirtu, en hirtan var þó ekki alveg eins skær og um dag, og það vottaði fyrir húmi í giljum, og klettarnir báru djúpan, hlýjan hláma. Nóttin hafði ekki nema örstutta viðkomu um þetta leyti árs, gerði rétt vart við sig á leið sinni yfir heiminn, en þó svaraði öll náttúran samstundis. Það seig á hana stundarhöfgi, eins og þegar þreyttum manni rennur í brjóst. Fjallablómin, sem þó máttu enga stund missa af skammvinnu surnri, hneigðu krónur sínar, enginn fugl lét til sín heyra, féð rölti jarmlaust eftir götunum, og jafnvel mennirnir tveir voru orðnir daufir og viðutan og létu klárana lötra afskiptalausa. Hreggviður undraðist þetta algera samræmi og varð sjálfur gagntekinn af þeim friði, er því fylgdi. Hann fann, að hann, langt að kominn gesturinn, átti sjálfur heima í hinni miklu samstillingu, og þeim þanka skaut upp í hug hans, hversu dásamlegt það hefði verið að mega enda sína daga hér, sofna hér sínum hinzta svefni, hversu eðlilegt það hefði verið, sársaukalaust og huggunarríkt að mega renna saman við þá veru, er umlukti hann. Og kannski lifa í henni áfram, fylgja með henni hinni eilífu hringrás dags og nætur, sumars og vetrar ... Hreggviður hrökk upp af leiðslu sinni við það, að móflekkóttur ropkarri flaug upp með miklum fyrirgangi skammt utan við götuna. Þegar hann leit upp, sá hann, að nóttin var liðin og sól á fjallabrúnum. Enn héldu þeir félagarnir áfram með reksturinn drjúga stund. Hreggviður horfði þögull á það, hvernig náttúran vaknaði af hinum skammvinna hlundi sínum. Hann tók líka eftir því, að í hvert skipti, er hann reið yfir læk, breytt- ist niðurinn í fjárjarm fyrir eyrum hans. Hann var sýnilega orðinn þreyttur. En það gerði ekkert til. Þreytan var líka blandin vellíðan, því að hann fann með sjálfum sér, að hann var húinn að ljúka erindi sínu á þessar slóðir. Loks komu þeir á stað, þar sem dalurinn víkkaði, svo að nokkurt undir- lendi varð í botninum. Þar voru harðvellisgrundir meðfram ánni, og voru þær nú með silfurslikju yfir að líta í morgunsárinu. I brekkunum austan meg- in var nokkurt birkikjarr. Þráinn sagði, að hér mundi hann skilja við féð. Þó vildi hann doka við stundarkorn, meðan það væri að dreifa sér, og ganga úr skugga um, að ærn- ar lembguðu sig. Féð rann nú fram grundirnar, komið í sína sumarhaga, en 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.