Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 69
Kalt stríð Næstu vikuriiar hafði Hreggviður fátt fyrir stafni annað en að ganga frá sínum málum, og það var ekki mikið eða margbrotið verk. Mestur tími fór í það fyrir honum að rannsaka persónulegt dót sitt, sem safnazt hafði í hirzlur hans á langri ævi, tína úr því örfáa inuni, sem ástæða var til að varðveita frá glötun, en henda öllum þorranum í sorptunnu eða brenna. Þetta varð alls- herjar hreingerning, eins og þegar búferli eru framundan. Hann vildi gera hreint fyrir sínum dyrum, áður en hann hyrfi á brott, eins og þegar menn yfirgefa íbúð, að aðrir megi flytjasl inn. Enda þótt menn langi til að skilja eftir sig einhver slík ummerki, er sýni, að þeir hafi ekki til einskis lifað, virð- ist sú tilhneiging manninum engu síður eiginleg að má út af hógværu hjarta persónuleg spor sín á þessari j örð, þegar ævi lýkur. Hreggviði dvaldist furðu lengi við þessa tiltekt. Hann þurfti að handleika margan hlut og rifja upp atburð eða hugblæ, sem honum var tengdur. Þarna var lil dæmis vasahnífur með fornlegu tréskafti, góður gripur ungs manns á sinni tíð, ómissandi í ótal tilvikum, til að bregða á band, til að sneiða kjöt- flís af nesti og svo framvegis. Og á einum skúffubotninum fann hann litla vasabók ævagamla. Hún kallaði fram fyrir hugskotssj ónir hans fyrstu kaup- staðarferðina. Og þannig tók við hver hluturinn af öðrum með sína sögu. Hreggviður undi sér vel við þessar minningar og það spillti naumast ró hans, er hann leiddi hugann að því, að innan tíðar, þegar hann væri allur, mundu þessi atvik, sem voru svo nákomin honum, aldrei framar birtast í huga nokk- urs manns á þessari jörð. Vitundin uin það, að hann væri að fullnægja mikl- um örlögum, fella sig að lögmáli alls lífs, léði honum ró og styrk. Þjóðmálabaráttan geisaði nú um land allt af mikilli hörku, enda lögð á það áherzla af valdhöfunum að fá ákvörðun tekna um inngöngu í Velferðar- bandalagið sem allra skjótast. Hreggviður fylgdist af brennandi áhuga með fundahöldum sinna manna og lyftist allur af bjartsýni og baráttuhug, þegar hann frétti um mjög góða fundasókn víðast livar, einkum þó í sveitum og kauptúnum. Þegar leið að hámarki fundahaldanna, útifundinum í höfuð- borginni, fór Hreggviður þess á leit við forráðamenn, að hann fengi að segja nokkur orð. Fundurinn var haldinn á sunnudagskvöld í kyrru veðri og notalegu. Þegar Hreggviður kom á fundarstað, var þar fyrir mikið fjölmenni. Fundurinn var í þann veginn að hefjast, og mannfjöldinn beið rólegur. Maður skrafaði við mann. Þó tók Hreggviður brátt eftir undarlegri ókyrrð í mannfjöldanum hér og þar og fór að skyggnast nánar eftir, hverju það sætti. Hann sá brátt, að þarna voru að verki margir smáhópar barna og unglinga, þau yngstu virtust 307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.