Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 106
Tímarit Máls og menningar hertæknilegri), en þær munu enn- fremur hafa yfir að ráða óvenjulegri hæfni til að skipta um aðsetursstaði. „Gangan langa“ har Rauða her Maos þvert yfir Kína, og skæruliðar Títós tókust á hendur svipaðar ferðir eftir hliðstæða ósigra. Og hvar sem skæru- her fer hagar hann sér í samræmi við lögmál skærustríðsins sem venjuleg- ur her er ófær um að halda og er fólg- ið í því 1) að borga allt sem íbúarnir láta í té; 2) að nauðga ekki konum; 3) að útbýta landi, réttlæti og skólum hvar sem hann fer; og 4) að lifa ekki ríkulegar eða öðruvísi en íbúarnir. Slíkar liðsveitir, sem hafa starfað sem alþj óðarhreyfing og notið stuðn- ings alþýðu hafa reynzt einstaklega harðskeyttar. Þegar bezt gegnir verða þær alls ekki sigraðar af reglulegum her. Og jafnvel þegar þeim gengur miður verða þær ekki sigraðar (sam- kvæmt útreikningi brezkra sérfræð- inga í gagnskæruhernaði í Malaja og víðar) með minna en tíföldum lið- styrk; í Suður-Víetnam væri þá þörf um það hil einnar milljónar banda- rískra hermanna og víetnamskra leppa. Raunar stóðu 8000 Malaja- skæruliðar á sínum tíma í 140.000 hermönnum og lögreglumönnum. Bandaríkin eru nú að uppgötva að klassískar stríðsaðferðir eru gjörsam- lega ófullnægjandi. „Stjórnar“- eða útlendingaherinn kemst fljótlega að raun um að eina leiðin til að herjast gegn skæruliðunum er að ráðast á „bakstöðvar“ þeirra, það er óbreytta borgara. Ymsar leiðir hafa verið reyndar í þessu skyni, frá þeim gömlu nazistaaðferðum að fara með alla landsbúa eins og þeir kynnu að vera skæruliðar, eða útvelja nokkurn hluta þeirra til pyndinga og slátrunar, — allt til þeirrar aðferðar sem nú er vinsæl: að ræna íbúum heilla héraða og safna þeim saman í víggirtum þorpum og svipta þar með skærulið- ana nauðsynlegum birgða- og upp- lýsingamiðlurum. Bandaríski herinn er gefinn fyrir að leysa félagsleg vandamál með tæknibrögðum, og í samræmi við það hyllist hann til þess að leggja stór landsvæði í eyði, lík- lega í þeirri von að skæruliðarnir á þessum svæðum muni drepast um leið og allar aðrar lífsverur, menn, dýr og jurtir, eða þá að tré og annar gróður muni blása burt svo að skæruliðarnir standi hlífarlausir uppi og hægt sé að skjóta á þá eins og raunverulega her- menn. Ráðagerð Barrys Goldwaters að aflaufga skógana í Víetnam með atómsprengjum var engu fáránlegri en það sem bandaríski herinn er nú að reyna að gera. Gallinn við þessar aðferðir er sá að þær styrkja íbúana í stuðningi þeirra við skæruliðana, og fjölga sjálfboðaliðunum stöðugt. Þessvegna útbýr gagnskæruherinn áætlanir um að grafa grundvöllinn undan fótum óvinanna með því að endurbæta efna- hagsleg og félagsleg lífskjör íbúanna,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.