Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 24
Tímarit Máls og menningar ratsjónalismans höfðu menn það fyrir satt, að sárasótt kveikti snilligáfu með þeim, er haldnir voru þessum skelfilega sjúkdómi, og á hinni rómantísku 19. öld urðu berklarnir tilefni fagurra bókmennta og hljómþýðrar tónlistar, mik- ils söngs. Með þessu móti reyndu fyrri kynslóðir að gera hið óbærilega bæri- legt. Það er líkn mannsins í þeim raunum, sem samfara eru hinni þroskuðu vitund hans, að hann hefur hæfileika til að sj á bak við efnisveruleikann heim af öðrum toga, æðri, huggunarríkari. Og hann kennir sig ennþá nátengdari þessum fíngerða heirni handan við efnið heldur en efninu sjálfu. Það er reyndar hinn mikli leyndardómur tilveru hans. Fyrir þennan eiginleika getur maðurinn með nokkrum hætti stigið gegnum steininn, flutt fjallið, breytt dauðanum í upprisu. Það er í samræmi við anda 20. aldarinnar kenndan við raunsæi, að sá sjúkdómur, sem mesta ógn vekur á vorum dögum, krabbameinið, birtist oss einungis sem nakinn, óyfirstíganlegur veruleiki, vér sjáum ekki hilla undir neitt ævintýri bak við hann. Baráttan við hann er eins og viðureign við ófreskju, barátta, sem ekki er hægt að víkja sér undan eða milda með róman- tísku af nokkru tagi, kalt stríð. Hreggviður lagði stóran sveig á leið sína heim. Hann vildi vera einn, forð- ast að hitta nokkurn mann þar til hann væri húinn að jafna sig — hið ytra að minnsta kosti. Hann hafði gengið furðuskammt, þegar hann var farinn að íhuga, vega og meta með eðlilegum hætti, enda var hann þrekmaður og jafn- aðarlega stilltur, þó að hann byggi yfir þungu skapi. Það sem hugur hans beindist að fyrst í stað, var ekki dauðadómurinn sjálfur, heldur hitt, hvernig honum hafði brugðið við. Meðan hann var inni hjá lækninum, hafði hann ekki orðið var við nein stórfelld geðbrigði. En þegar hann var að ganga ofan tröppurnar, var sem svipt væri af honum einhverjum doða og við tæki til- finning svo ofsafull, að hún setti hug hans í algert uppnám og gagntók líkama hans, hverja taug. Það varð naumast í milli greint, hvort hún var fremur af andlegum eða líkamlegum toga, öll vera hans var haldin, riðaði til falls. Hann greip eftir stuðningi og fann ekkert. Þetta ástand hafði ekki varað nema stutt, kannski aðeins andartak, en hann var samt miður sín ennþá, bæði líkamlega og andlega. Þessi andartaksstund var engu lík, sem hann hafði áður reynt. Hinn algeri einmanaleiki, hið algera umkomuleysi, altæk skelfing, sem var meira í ætt við ótta dýrs en manns. Hann minnkaðist sín. Að vísu hafði hann óljósa hugmynd um, að á þessa lund mundu viðbrögð flestra manna gagnvart dauðanum, ef hann bæri ekki því bráðar að. En hann fyrirvarð sig samt. Var hann ekki maður til að mæta dauða sínum með stillingu? í æsku, 262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.