Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 16
Timarit Máls og menningar
færi, þó að hann væri ekki mikill kunnáttumaður á því sviði. En eftir að
hann fluttist til höfuðborgarinnar var ekkert tóm til slíks. Fólki hans fannst
líka vafasöm prýði að slíkum forngrip í nýju húsi. Hann lét því orgelið fara,
þó að ekki væri það alveg sársaukalaust. — Þá kom röðin að heimilistækj-
unum. Með nokkru millibili bættist í búið ryksuga, kæliskápur, þvottavél og
hrærivél. Með tímanum eignaðist fj ölskyldan vistlegt og þægiiegt heimili. Því
miður auðnaðist konunni ekki að njóta þess nema fá ár. Hún dó, er hún
hafði átt heima í höfuðborginni tæpan hálfan annan áratug.
Þó að ómegðin væri ekki mikil, aðeins þrjú börn, þyngdist hún til mikilla
muna eftir því sem börnin stálpuðust, öfugt við það, sem áður gerðist. Börn-
in gengu öll í skóla fram undir tvítugt, og þau þurftu mikið til sín. Hjónin
voru samhent um að gera eins vel við þau og efni leyfðu framast. Þau fengu
ekki aðeins fjölbreytt og kjarngott fæði, vistleg herbergi og góð föt, heldur
einnig nokkra vasapeninga fyrir gosdrykkj um, aðgöngumiðum að kvikmynd-
um og einnig fyrir sígarettum síðar meir. Og þegar þau voru orðin svo stálp-
uð, að þau gátu farið að vinna, fengu þau að ráðstafa tekjum sínum sjálf.
Oft höfðu þau hjónin minnzt á það sín á milli glöð og hreykin, að ólíku væri
saman að jafna kjörunum, sem börnin þeirra ólust upp við, og þeim, sem þau
sjálf höfðu átt við að búa á uppvaxtarárunum. Þau höfðu einnig verið sam-
hent um að forðast að banna þeim og vanda um við þau, svo sem ríkjandi
uppeldiskenningar mæltu fyrir um. Þau litu jafnvel á það sein vott um mennt-
un og andlega döngun, þegar börnin fóru að segja þeim sjálfum til, foreldr-
unum, oft í nokkuð höstum tón.
Enda þótt Hreggviður ætti því láni að fagna að sjá iðju sína bera ávöxt í
fallegu og farsælu heimili, gat hann ekki að því gert, að honum ofbauð, hvað
hann þurfti á sig að leggja, enda stundum beinlínis að þrotum kominn. Hann
hafði að vísu vanizt löngum vinnudegi á uppvaxtarárunum, en sveitavinnan
var einhvern veginn lífrænni heldur en flest þau störf, sem hann átti völ á í
höfuðstaðnum. Honum fannst hreint og beint eitthvað niðurlægjandi við það
að vinna störf, sem ekki stóðu í neinu sambandi við áhugamál hans. Það að
selja vinnuafl sitt var að selja eitthvað af sjálfum sér, en að vinna slíka launa-
vinnu myrkranna á milli dag hvern, sunnudagana líka, það var að selja sjálf-
an sig í þrældóm í bókstaflegum skilningi. Stundum gat jafnvel hvarflað að
lionum sú spurning, hvort öll þessi þægindi, sem hann var að strita fyrir og
flest höfðu verið óþekkt í hans ungdæmi, væru ekki, þegar öllu væri á botninn
hvolft, mesti óþarfi. En slikum hugsunum bægði hann jafnharðan frá sér
eins og hverri annarri ólund þreytts manns. Einnig minnti hann sjálfan sig
254