Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar saman í óákveðinn dyn, fjarlægan og framandi, og fólkið,sem hann gekk fram hjá, kunnuglegt margt hvað, var honum álíka óviðkomandi og vegfarendur í ókunnri stórhorg. Það hafði losnað um tengsl hans við umhverfið. En hon- um þótti það ekkert miður. Hugur hans leitaði hvort eð var hurt frá þessu umhverfi til annarra staða og annarra tíma, meir í samræmi við stórleik þess hlutskiptis, sem nú beið hans. Því að það var þrátt fyrir allt ekki hlutskinti þolandans fyrst og fremst, heldur fól það í sér einbeitingu og athöfn, ríka andlega starfsemi að minnsta kosti. Nú var að honum komið að prófa mann- gildi sitt í þeirri rann, sem ólygnust er. Spor hans urðu smám saman viljugri, stefnan ákveðnari. Hann kenndi andhlæ þess mikilleiks, sem samfara er harm- sögulegum atburðum. Hreggviður fór að ráðum læknisins og hélt lífsvenjum sínum lítt breyttum, enda var líðan haus sæmileg og tók ekki breytingum, svo að teljandi væri. Hann gekk að vinnu sinni eins og áður og beitti sér jafnvel af enn meiri elju en fyrr að því að fullgera hús sitt. Engum manni sagði hann frá siúkdómn- um, ekki einu sinni börnum sínum. Hvort tveggja var, að hnnn vildi hægja frá þeim sorg og hugarangri, meðan auðið væri, og svo þóttist hann einnig vita, að bæði þau og aðrir mundu einungis valda honum óþægindum með vorkunnsemi og sífelldri umhyggju og afskiptasemi. Hann vildi vera sem lengst ótruflaður á þeirri göngu, sem hann hvort eð var varð að ganga einn. Vikurnar liðu hver af annarri og hver annarri lík, nema hvað hringrás ársins gekk sinn gang. Dagarnir lengdust óðfluga kringum jafndægrin. Apríl kom með sinn útsynning og nepju og skær sólskin á milli, Maí með hlýja loftstrauma og þrútna brumknappa í görðum. Hreggviður gaf ekki mikinn gaum að þessari óumbreytanlegu hringrás náttúrunnar. Hún kom honum ekki mikið við úr þessu. Hugur hans var orðinn innhverfur, beindist að íhugun og sjálfskönnun. Fremur af eðlisávísun en ásettu ráði lók hann að endurmeta persónuleika sinn nteð hliðsjón þess, hversu á hann mundi reyna. Ilvað eftir annað reyndi hann að meta þrek sitt, leitaðist við að finna þann ósvikna málm, er óhætt væri að treysta. Eins og eðlilegt var hvarflaði hugurinn þá til liðinna daga, bæði þeirra, sem fyrir skömmu voru um garð gengnir, og hinna, setn komnir voru í fjarska. Hann veitti því þá eftirtekt, að hann staldraði tiltölulega lítið við hina síðari áralugi. Síðasta skeið ævinnar og raunar miðbikið líka, hin svo- nefndu þroskaár, höfðu furðu lítið að geyma af því, sent vakið gæti áhuga hans, átt gæti erindi til hans, eins og á stóð. Ár hins markvísa starfs, hins 264
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.