Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar
höfðu, venjulega í framhúsi. En stundum voru þeir líka haldnir í venjulegri
baðstofu. Fólk raðaði sér þá á rúmin undir súðinni, og sumir sátu jafnvel á
gólfinu. Yfir miðju gólfi hékk olíulampi ekki sérlega birtumikill. Og þarna
hófst svo málfundur. Kannski reyndi unga fólkið að lnjóta til mergjar ein-
hver vísdómsorð úr Hávamálum eða biflíunni, því að mannvit og siðgæði
var í þess augum æðstu verðmæti. Þá voru ekki síður vinsæl umræðuefni, er
vörðuðu framfarir í atvinnulífi: samgöngubætur, bættur húsakostur, hagnýt-
ing á tækni annarra þjóða, fegrun og græðsla landsins. Oft voru lesin og
rædd kvæði nítjándualdarskálda, einkum þó aldamótaljóðin. Framtíðarsýn
og stórhugur þessara kvæða og sérstaklega kannski hinn hlýi tónn þeirra,
yljaði þessum fátæku unglingum, gaf þeim trú á lífið og rétti þá úr kút ein-
angrunar og stöðnunar. Fundinum lauk þá líka oft með því, að sungin voru
ættjarðarkvæði. Að síðustu var kannski tekin upp harmónika og reynt að
stiga fáein dansspor. Svo var aftur haldið út í náttmyrkrið, stigið á skiði eða
hlaupið á hjarni. Eg man, að oft komum við ekki heim fyrr en í morguns-
árið.“
Hreggviður gerði hlé á ræðu sinni til þess að skipa haganlega niður því,
sem hann vildi segja, og líka meðfram til þess að gefa fornvini sínum færi á
að taka undir æskuminningarnar af þakklátum huga. En Þráinn lá ennþá
með Iokuð augun og bærði ekki á sér, svo að Hreggviður hélt áfrain:
„Já, það er langt um liðið síðan og margt breytt, en samt eru þessar minn-
ingar furðu áleitnar, sérstaklega þegar maður kemur í átthagana aftur eftir
öll þessi ár. í sannleika sagt hef ég til þessa dags búið að þeim áhrifum, sem
ég varð fyrir á uppvaxtarárunum, sérstaklega í ungmennafélagshreyfingunni.
Þau gáfu mér það veganesti, sem mér finnst hafa orðið mér heilladrýgst. Og
hvert var það þá í einstökum atriðum? Það var trú á batnandi heim, trú á
manninn, góðleik hans og hæfileika til að taka framförum. Það var trú á
milt fólk, þessa litlu þjóð, þá innan við hundrað þúsund sálir, sem búin var
að þrauka í þúsund úr hér ú afskekktu eylandi norður undir heimskauts-
baug án þess að ná nokkurn tíma lraustri efnahagslegri fótfestu. Trú á það,
að þetta fólk ælti eigi að siður til að bera hæfileika og atorku til jafns við
aðrar þjóðir fjölmennari og ríkari að veraldargæðum.
Það er trú á landið, sem við byggjum, skóglaust, uppblásið eldfjallaland,
sem annarra þjóða menn telja á mörkum eða jafnvel utan marka hins byggi-
lega heims. Trú á það, að þetta land eigi eftir að gróa upp aftur fyrir atorku
þjóðarinnar, verða blómlegt og gjöfult eins og á landnámsöld, engu lakara
heimkynni dugandi íbúa en önnur lönd.
288