Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar hanri hefur fyrir lífið. Þetta hljómar sjálfsagt undarlega, því að oftast líta menn á dauðann einungis sem hið algera neikvæði lífsins. Og hvernig getur hann þá haft nokkurt gildi fyrir það í jákvæðri merkingu? Eg var víst ekki hár í loftinu, þegar ég gerði mér grein fyrir því, að dauð- inn mundi eiga við mig erindi fyrr eða síðar. Ég man eftir, hvað það gat sett að mér nístandi hroll, þegar ég gekk fram á dauðan fugl eða dautt lamb úti á víðavangi. Það er mikið á manninn lagt, að honum skuli þannig vera áskapað að vita fyrir örlög sín allt frá bernsku. Það er í rauninni ótrúlegt, að hann skuli geta afborið þá vitneskju, að vitund hans eigi eftir að slokkna, sjálfsvera hans að þurrkast út, líkami hans, sem virðist svo óaðskiljanlegur lduti af persónuleika hans, eigi eftir að leysast upp í frumefni sín, hverfa til jarðarinnar. Dauðinn gerir líf mannsins að harmsögulegu hlutskipti. En þó að tilveran sýnist miskunnarlaus, á hún þó tiltæk sín náðarmeðul. Þegar barnið horfir í fyrsta sinn fram á örlög sín skelfingu lostið, skín í næstu andrá djörfung i augum þess sprottin af hugboði um það, að harmsagan eigi í sér fólgna sigur- von, að dauðinn sé ekki tortímingin einber, hvað sem hann annars kunni að vera. Þessi tilhneiging, meira eða minna óljós, að ætla dauðanum eitthvert jákvætt hlutverk, líta með nokkrum hætti á hann sem þátt i sköpunarverkinu sjálfu, virðist vera manninum í blóð borin og hirtist í viðbrögðum hans óháð öllum trúarbrögðum og heimsskoðunum. Eigi að síður er það og verður ævinlega mesta raun mannsins að standa andspænis endalokum sínum í þessum heimi. Og það er löng leið frá fyrstu skelfingu barnsins til þess friðar, sem er sigurlaun þess, er tamið hefur ótt- ann í brjósti sér á hinni hinztu göngu. Hér er ég þá kominn að spurningunni, sem sækir svo mikið á mig upp á síðkastið, sem sé þeirri, hvort lífið sé ekki fyrst og fremst undirbúningur undir dauðann. Fyrir tíu eða tuttugu árum hefði mér kannski fundizt þessi spurning fráleit, en nú, í þeim sporum, þar sem ég stend, finnst mér engin spurning eðlilegri. Því að nú þegar ég á að- eins fá spor óstigin í þessu lífi, finnst mér enginn hlutur ótrúlegri en sá, að tilveru minni sé að ljúka. Ég er gagntekinn af því hugboði, þeirri sannfær- ingu eða hvað við eigum að kalla það, að líf vort á þessari jörð sé þáttur í einhverri víðtækari tilveru og að það sé ekki sama, hvernig þessu lífi er lifað. Ég hef verið að hugsa um lífið sem undirbúning að dauðanum. En ef sá undirbúningur er í því fólginn að efla siðferðisstyrk, þroska skilning, auka yfirsýn, mundi þá ekki jafnframt vandfundin betri þjónusta við lífið? Og um leið og einstaklingurinn leggur þannig rækt við sjálfan sig, er hann einnig 312
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.