Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 5
Flett blöðum jarðsögunnar á Tjörnest
og við Beringshaf
Viðlal við dr. Þorleif Einarsson jarðfrœðing
Einn a( upprennandi jarðfræðingum íslands er Þorleifur Einarsson. Hann
fæddist í Reykjavík 1931, tók stúdentspróf við Menntaskóla Reykjavikur árið
1952, sigldi árið eftir og nam jarðfræði við háskóla í Ilamborg, Erlangen og
Köln og lauk prófi 1960, stundaði siðan framhaldsnám og rannsóknir við há-
skólann í Björgvin veturinn 1960—61.
Frá því heim kom hefur Þorleifur starfað við Atvinnudeild Háskólans og
unnið að rannsóknum einkum í jarðsögu landsins, svo sem gróður- og loftslags-
sögu frá ísaldarlokum eins og hún er skráð í íslenzkum mómýrum, á verks-
ummcrkjum ísaldarjökla og jarðlögum tilorðnum á lUýviðrisskeiðum milli
fiinbulvetra jökultímans, svo og á jarðeldaslóðum á Hellisheiði og í Surtsey.
En að auki hefur hann unnið að hagnýtum jarðfræðiathugunum við stórár
landsins vegna fyrirhugaðra virkjana og að jarðgangagerð fyrir Vegamálaskrif-
stofuna osfrv.
í sumar var Þorleifur þrjá mánuði í rannsóknarleiðangri við Beringshaf og
er nýkominn lieim þaðan. Hann fylgdist frá fyrsta degi með gosi Surtseyjar og
gaf út bók um það í vor fyrir Mál og menningu og vinnur nú að því að semja
bók um jarðfræði. — Kr. E. A.
Eg vil byrja á því að þakka þér fyrir Gosið í Surtsey og óska þér til hamingju
með þá bók. Þið íslenzkir jarðfrœðingar stigið nú upp af eldfjöllunum hverju
af öðru, svo að frœgðarljóminn leikur við himin. Nú hefur þú verið í allt
sumar erlendis. Kannski þú hafir borizt á vængjum Surlseyjar? Eða hvað
varstu að gera vestur við Beringshaf? Er von á nokkru eldgosi þar? Eða eru
islenzkir jarðfrœðingar í landvinningahug?
Aðdraganda þessarar ferðar má rekja lengra aftur í tímann en Surtseyjar-
gosið. Ég barst eiginlega að nokkru leyti á vængjum íslenzkra mómýra vestur
þangað. Vorið 1962 var haldið þing um frj ógreiningu vestur í Arizona og
þangað komst ég. Ég hef lagt stund á frjórannsóknir í íslenzkum mómýrum
frá 1953 og samið doktorsritgerð um niðurstöður þeirra athugana. Á þing-
inu í Arizona hélt ég erindi um þetta efni. Strax að erindinu loknu hitti ég
bandarískan jarðfræðing frá Alaskadeild bandarísku jarðfræðistofnunarinn-
ar, David M. Hopkins, sem spurði mig býsna margra hluta utan af íslandi.
243