Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar nú ekki eins og húðarklár hverja stund, þarf það ekki að jafngilda því, að maður sé kominn í hundana. Þú getur verið alveg rólegur. Það er fullt sam- komulag milli okkar meistarans um það, að ég taki mér frí dag og dag, þegar það dettur í mig.“ Og aftur kom glampi í augun, þegar hann hélt áfram: „Hann málaði iíka myndir á yngri árum, svo að hann skilur þessa áráttu. Hann tók mig meira að segja með sér einu sinni ofan í kjallarakompuna, þar sem liann geymir myndirnar sínar. Þar eru heljarmikil landslagsskilirí full af birtu og hlýju. Ég get vel trúað, að karlinn hefði bara getað orðið góður, ef hann hefði haldið áfram. Brauðstritið fór með hann eins og fleiri.“ „Það væri nú líka sök sér,“ sagði Hreggviður, „ef þú málaðir eitthvað, sem horfandi væri á. Landslagsmálararnir, þeir beztu, þeir mála af köllun, þeir mála af því, að þeir hafa boðskap að flytja. Þeir hafa líka átt ríkan þátt í því að opna augu þjóðarinnar fyrir fegurð landsins og glæða ást hennar á því.“ „Það sér líka á,“ skaut sonurinn inn í glottuleitur. Hreggviður hélt áfram: „Ég get ekki að því gert, að ég fæ með engu móti skilið, hvernig fullfrískur maður á bezta skeiði fer að nenna að bauka við að draga bein strik út og suður, en klessa síðan mismunandi litum á fletina milli þeirra eða jafnvel líma á þá alls konar rusl, úrklippur, steina, skeljar og ég veit ekki hvað. Eng- inn getur haft gaman af að liorfa á þetta, engum opnar það innsýn í nokkurn skapaðan hlut. Ég get ekki að því gert, að mér finnst svona tilgangslaust, draumkennt föndur fremur eiginlegt bernsku en fullorðinsárum.“ Ungi maðurinn yppti öxlum og mælti: „Tilgangslaust er það nú kannski ekki með öllu. En við, sem málum non- fígúratíft, erum ekki að boða eitt né neitt. Það eru nógir predikarar fyrir því. Við erum öllu fremur að leita og kanna, reyna að skyggnast undir yfirborð hlutanna, kannski þó fyrst og fremst að skoða okkar eigin hug.“ „Og hafið þið fundið margt merkilegt í þessari leit?“ spurði Hreggviður. „Alltént þann sannleika, að við erum einstaklingar, fyrst og fremst ein- staklingar, og höfum fyllstu ástæðu til að tortryggja allt, sem utan við okkur er. Hlutirnir eru ekki það, sem yfirborð þeirra segir til um. Aðrir einstak- lingar eru ekki það, sein þeir þykjast vera. Samfélagið, sem við lifum í, er ekki það, sem okkur er sagt, að það sé. Við höfum á ekkert að treysta annað en sjálfa okkur til að afla vitneskju um þann heim, sem við lifum í.“ „Líklega verður það frekar gloppótt heimsmynd, sem út úr því kemur,“ anzaði Hreggviður mæddur, en hélt síðan áfram léttari í máli: „Nei, þú ert 258
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.