Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 87
Saga um sökkullista og fleira Já, og karlarnir voru duglegir við smíðarnar, greip smiðurinn fram í, sem heyrt hafði spurningu Nonna. Og það held ég, sagði Páll, þeir settu ekki tvær eða þrjár hrærur fyrir sig, heldur gengu heint til verks. Mennirnir hömuðust við að hræra eða leggja borð, negla þau saman með klampa og setja stífur. Og það held ég, sögðu þeir báðir og hlógu kátleitir í vinnuskapi. Nonni horfði á þá til skiptis fýldur á svip og hretti upp á nefið. Hann skildi ekki ánægjuna, sem gripið hafði mennina, en eitthvað dignaði innan í honum við háðsglósurnar eða hvatningarorðin, sem þeir sendu honum. Nei, fjandinn eigi það, sagði Páll og reis upp á skófluna, ég vil hafa sökkul- lista. Hús með sökkullista eru miklu svipmeiri. Og faktískt betri vegna þess að regnið rennur af klæðningunni niður í jörð- ina í stað þess að seytla inn í steypuna í grunninum og mola hana smátt og smátt eins og alltaf verður á sökkullistalausum húsum, sagði smiðurinn. Dropinn holar steininn, er ekki svo, Nonni. Jú, svaraði hann treglega og hvarflaði augunum til smiðsins. Hann er ekki svo galinn, strákurinn þinn, Páll. Nonniii ... nei, ekki aldeilis. Hann er glúrinn og veit ýmislegt. Ég er að hugsa um að smeygja honum með í steypuflokkinn þegar Kalli hefur mannrænu í sér að sletta í mótin. Nonni veit áreiðanlega margt sem við vitum ekki. Já, hvað eru þá mörg sandkorn á tunglinu, spurði Nonni. Sko, sagði smiðurinn. Ekki hef ég hugmynd um það. Milljón-billjón-nilljón- dilljón. Nei —, segðu heldur silljón-villjón-hundraðþúsund-krilljón, sagði Páll, sem mundi liggja nær. Bandvitlaust hjá báðum, hrópaði Nonni. Þau eru óteljandi. Smiðurinn gnísti tönnum, gretti sig ógurlega og lézt ætla að reka saum í tána á Nonna. Allir ráku upp mikinn hlátur. Smiðurinn sagði: Maður getur ekki grínazt lengur með Nonna; hann er fínn félagi. Hláturinn barst inn til konunnar sem flýtti sér í stofugluggann, dró tjaldið frá og sá smiðinn halda um öxl sonar síns, sem hló fullum hálsi og rótaðist í sandhlassinu, en Páll hafði stungið hnefunum í vasaopin glottandi að þeim og velti vöngum tvístígandi á steypubrettinu. í snatri hellti hún mjólk og hveiti í skál, braut egg á brún hennar, stakk 325
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.