Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 37
Kalt strífi
lend grös upp úr heimalda túngresinu, sem einnig hafði tekið sér bólfestu í
þessari nýrækt.
Hér varð sýnilega engum boðið inn að þessu sinni, en Hreggviði fannst
hann samt ekki geta haldið alveg rakleitt áfram, úr því hann var hingað kom-
inn um svo langan veg. Hann gekk sunnan í hólinn og settist niður, hallaði
sér aftur á bak í sólarhitanum.
Þessi brekka sunnan undir bænum hafði verið heiðgul á hverju vori af sól-
eyjum og fíflum, þegar hann var að alast upp, og alltaf síðan voru þau blóm
honum nákomnari en nokkur önnur í heimi, jafnvel hin yfirlætismestu skraut-
blóm, ræktuð í gróðurhúsum, voru hégómi hj á þeim. Og þarna voru þau enn
sprottin upp í vorblíðunni með lit sólarinnar í krónum sínum, ímynd lífs-
gleðinnar og barnslegs áhyggjuleysis, og kinkuðu til hans kolli, gamals kunn-
ingja í heimsókn. Það var notalegt að livíla aftur á þessum stað og láta sól-
ina baka sig og anda að sér angan af vallhumli og öðru túngresi.
Eftir nokkra stund barst honum til eyrna lágt hljóð, stutt og snöggt, tví-
tekið með stuttu millibili. Hann leit upp. A hólkolli skammt frá, syðst í tún-
fætinum, sá hann standa dýr á stærð við hund, dökkleitt, líklega mórautt og
bar við himin. Dýrið stóð algerlega hreyfingarlaust og horfði á Hreggvið,
þar sem hann lá í brekkunni og hafði aðeins lyft upp höfðinu. Svo veik það
sér nokkur skref út á hlið án þess að hafa augun af manninum, en stóð svo
aftur hreyfingarlaust. Hreggviður hugsaði með sér, að tófan væri farin að
gera sig heimakomna á þessum slóðum, enda ekki mikla mannaferð að óttast.
Þegar hann var að alast upp, hafði verið töluverður tófugangur á dalnum.
Þar eð afföll urðu árlega á lömbum af þessum sökum, var sífellt stríð háð
við þennan vágest, reyndar með litlum árangri. Aldrei var Hreggviði þó veru-
lega illa við tófuna, hann hafði jafnvel nokkra hneigð til að virða henni til
vorkunnar, þó að hún tæki eitt og eitt lamb. Þetta kvika, sinnuga dýr, svo
greindarlegt í augum, háði lífsbaráttu, sem var ótrúlega hörð. Og þó að óefað
væri oft líLið að bíta og kalt í hvílustað, var viljaharkan söm, hugrekkið,
dirfskan. Hún var alltaf eins og sigurvegari, frjálsleg, viðbragðssnögg og dún-
létt í hreyfingum. Ekkcrt húsdýr var sambærilegt við hana að yndisþokka. —
Og maðurinn var ekki heldur saklaus af blóði lambsins. Eitt sinn þegar Hregg-
viður var innan við fermingu, hafði hann meira að segja látið hjá líða að
segja til grenis, sem hann hafði rekizt á af tilviljun. Hann hafði verið að
smala inni á dal og þá gengið fram á það utan í hólbarði. Nokkrir yrðlingar
voru að leika sér úti fyrir munnanum. Þeir flugust á í bróðerni, ólmuðust,
léku alls konar listir, urðu alll í einu alvarlegir og heimspekilegir á svipinn
l
275