Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 37
Kalt strífi lend grös upp úr heimalda túngresinu, sem einnig hafði tekið sér bólfestu í þessari nýrækt. Hér varð sýnilega engum boðið inn að þessu sinni, en Hreggviði fannst hann samt ekki geta haldið alveg rakleitt áfram, úr því hann var hingað kom- inn um svo langan veg. Hann gekk sunnan í hólinn og settist niður, hallaði sér aftur á bak í sólarhitanum. Þessi brekka sunnan undir bænum hafði verið heiðgul á hverju vori af sól- eyjum og fíflum, þegar hann var að alast upp, og alltaf síðan voru þau blóm honum nákomnari en nokkur önnur í heimi, jafnvel hin yfirlætismestu skraut- blóm, ræktuð í gróðurhúsum, voru hégómi hj á þeim. Og þarna voru þau enn sprottin upp í vorblíðunni með lit sólarinnar í krónum sínum, ímynd lífs- gleðinnar og barnslegs áhyggjuleysis, og kinkuðu til hans kolli, gamals kunn- ingja í heimsókn. Það var notalegt að livíla aftur á þessum stað og láta sól- ina baka sig og anda að sér angan af vallhumli og öðru túngresi. Eftir nokkra stund barst honum til eyrna lágt hljóð, stutt og snöggt, tví- tekið með stuttu millibili. Hann leit upp. A hólkolli skammt frá, syðst í tún- fætinum, sá hann standa dýr á stærð við hund, dökkleitt, líklega mórautt og bar við himin. Dýrið stóð algerlega hreyfingarlaust og horfði á Hreggvið, þar sem hann lá í brekkunni og hafði aðeins lyft upp höfðinu. Svo veik það sér nokkur skref út á hlið án þess að hafa augun af manninum, en stóð svo aftur hreyfingarlaust. Hreggviður hugsaði með sér, að tófan væri farin að gera sig heimakomna á þessum slóðum, enda ekki mikla mannaferð að óttast. Þegar hann var að alast upp, hafði verið töluverður tófugangur á dalnum. Þar eð afföll urðu árlega á lömbum af þessum sökum, var sífellt stríð háð við þennan vágest, reyndar með litlum árangri. Aldrei var Hreggviði þó veru- lega illa við tófuna, hann hafði jafnvel nokkra hneigð til að virða henni til vorkunnar, þó að hún tæki eitt og eitt lamb. Þetta kvika, sinnuga dýr, svo greindarlegt í augum, háði lífsbaráttu, sem var ótrúlega hörð. Og þó að óefað væri oft líLið að bíta og kalt í hvílustað, var viljaharkan söm, hugrekkið, dirfskan. Hún var alltaf eins og sigurvegari, frjálsleg, viðbragðssnögg og dún- létt í hreyfingum. Ekkcrt húsdýr var sambærilegt við hana að yndisþokka. — Og maðurinn var ekki heldur saklaus af blóði lambsins. Eitt sinn þegar Hregg- viður var innan við fermingu, hafði hann meira að segja látið hjá líða að segja til grenis, sem hann hafði rekizt á af tilviljun. Hann hafði verið að smala inni á dal og þá gengið fram á það utan í hólbarði. Nokkrir yrðlingar voru að leika sér úti fyrir munnanum. Þeir flugust á í bróðerni, ólmuðust, léku alls konar listir, urðu alll í einu alvarlegir og heimspekilegir á svipinn l 275
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.