Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 99
lega ekki miklu, hugsaði ég með sjálfum mér. Er það kannske stoltið, sem rekur þig áfram, kallinn minn. Þú vilt ekki viðurkenna, að þú sért úr leik. „Já,“ sagði ég, „okkur vantar háseta. Vertu kominn með pokann þinn þegar við erum búnir að landa. Þá förum við.“ „Hvað ertu að drolla þarna, gamli, ertu handalaus?“ Það var stýrimaðurinn, sem byrsti sig við gamla manninn. Hann kipptist við og reyndi að herða sig við verkið. Hann hafði ekki við hinum hásetunum. Ég sá, hvernig sjálfstraustið hvarf honum. Þarna stóð hann, gamall og illa farinn af ævilangri erfiðisvinnu, útslitinn og þreyttur, en ól þó þá von í brjósti, að hann gæti staðið ungum og hraust- um félögum sínum á sporði. Umkomuleysi hans fékk á mig. Hann kepptist við, svo hann gekk upp og niður af inæði. Svitadropar hnöppuðust á enni hans og runnu niður í skeggið. Stundum fékk hann slæmar hóstakviður og hóstaði svo ákaft, að hann varð að hætta verki andartak. Nú var mér hætt að standa á sama. Þetta gat ekki endað á annan veg en að liann dræpi sig. Ég var að því kominn að kalla til hans og segja honum að hætta og hvíla sig, en tók mig á og þagði. Ég vissi, að heldur vildi hann hníga dauður niður en að slík orð væru til hans töluð. Þegar við komum að landi, gekk hann í brúna til mín. Nú var hann í fáu líkur þeim kampakáta og hressa karli, sem hafði staðið keikur í stafni Bárunnar og horft út yfir sæinn, er hún sigldi út úr hafnar- kjaftinum í upphafi þessa róðurs. „Það er víst bezt ég hætti,“ sagði hann og horfði í andlit mér. Ég hef ekki fyrr séð slíkt vonleysi í nokkurs manns svip. Ég lagði hönd hlýlega yfir axlir honum til að láta hann finna það sem ég gat ekki sagt. Hann sneri baki við mér og staulaðist út. Stuttu síðar sá ég hann ganga upp bryggjuna með pokann sinn á bakinu. Ég horfði á eftir honum, þar til hann hvarf. Hann leit ekki um öxl. 22 TMM 337
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.