Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 72
Timarit Máls og menningar göngu sína. Hann afþakkaði fylgd og sagðist geta komizt þennan spöl hjálpar- laust. Þegar hann skildi við húsið, tók hann eins og hann var vanur þétt í hurð- ina til að ganga úr skugga um, að hún væri læst, og gekk síðan styrkum skrefum ofan tröppurnar. Það var notalegt að koma út: hlýtt í lofti og sólfar. Gatan var mannlaus og fáir bílar við gangstéttirnar, enda laugardagur og ferðaveður hið ákjósanlegasta. Óefað voru nú þúsundir bíla á leið út úr horginni í allar áttir. Hreggviður kunni kyrrðinni vel, og hann hrökk ónota- lega við, þegar allt í einu small hátt í teppabankara skammt fram undan. Þar stóð húsfreyja á tröppum og lamdi hraustlega á mottum og púðum, svo að bergmálaði milli húsaraðanna. Skömmu síðar lá leið hans fram hjá íþrótta- velli. Þá glumdi í eyrum hans frá hátalara: „Nú reynir Jón við tvo núll fimm.“ Hin ýmsu hljóð borgarinnar, sem þannig lagði í eyru hans á leiðinni, minntu hann á það, hversu lífið mundi halda áfram öldungis ótruflað, þó að Hreggviður Karlsson hyrfi af sj ónarsviðinu. Skarkali þess mundi eftir sem áðu rísa og hníga með degi og nótt — að vísu óheyrður af honum. A götuhorni varð á vegi hans telpukorn á að gizka fimm ára. Hún hafði fallegt bjart hár, var klædd rauðum skokk og hvítri blússu. Hún var með heljarmikinn strásóp, sem hún ók á undan sér af röggsemi, og ýtti rykinu á götunni saman í haug. Oðru hvoru stanzaði hún og horfði hugfangin á, hvernig rykið þyrlaðist upp. Hreggviður nam staðar. Hann rak allt í einu augun í það, hvað þessi telpa minnti mikið á Systu, dóttur hans, þegar hún var á þessu reki. Sama Ijós- hærða, káta hnyðran. Gott ef hún átti ekki svipuð föt líka. Hún hafði verið sérstaklega elskulegt barn. Honum féll þungt að geta ekki kvatt hana. En um það var ekki að fást. Sú litla varð allt í einu vör við það, að vegfarandi var stanzaður hjá henni. Hún leit upp á hann hlæjandi og alsæl og skríkti framan í hann: „Halló manni!“ Hreggviður hélt áfram, enda brátt kominn á leiðarenda. Fyrstu vikurnar eftir að Hreggviður kom í sjúkrahúsið, var líðan hans bærileg. Hann fékk væg svefnlyf, sem tryggðu honum góða næturhvíld. Hann var oft vel málhress, einkum framan af degi. Daglega komu ættingjar og vinir í heimsókn til hans, og alltaf var nóg um að skrafa. Hann hafði sívak- andi áhuga á því, sem fram fór utan veggja sjúkrahússins. Margir hlutir þóttu honum jafnvel forvitnilegri nú en þegar ástæður hans voru með eðli- legum hætti. Hann tók hvað eftir annað eftir því, að hann var farinn að 310
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.