Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar ar þessa harðbýla lands, fáir og umkomulitlir, höfðu orðið að snúa bökum saman i baráttunni við óblíða náttúru til að hjara af, skapað með þjóðinni hófstillingu, mannlega samábyrgð, sem síður var að finna með stórþjóðum, er áttu sér blóðidrifna sögu? Hann kunni ekki um það að dæma, enda skipti það að því leyti litlu, að hann mundi hvort eð væri ekki taka neinum stakkaskipt- um í þessu efni héðan af. Gatan bugðaðist áfram yfir hæðir og dældir. Sums staðar var hún orðin óljós, en það var eins og fætur Hreggviðs rötuðu hana sjálfkrafa. Hann staldraði við á lágum melkolli, þaðan sem áin blasti við honum á nokkrum kafla. Ekki sá hann neinn veiðimann úti í henni þessa stundina. Kannski var birtan óheppilega mikil til laxveiða eða Englendingurinn hafði tekið sér mið- degishvíld, því að nú leið að hádegi. Skammt upp frá ánni stóð snyrtilegur timburskáli í fagurgrænni lág sunnan undir hólbarði. Hann var málaður með bj örtum litum og fór í rauninni vel við landslagið, en samt kunni Hreggviður ekkert vel við hann. Hann litaðist um í aðrar áttir. Hann tók að rifja upp fyrir sér heitin á hinum ýmsu leitum og giljum og hjöllum, er við blöstu, og þá hvarflaði hugurinn að því, að hann mundi nú líklega um það bil eini mað- urinn, sem kynni skil á þessum örnefnum, en innan tíðar mundu þau gleymd að eilífu. Oefað var þessi jörð búin að vera í byggð óslitið í þúsund ár. Or- nefnin höfðu orðið til í sambúð kynslóðanna við þetta land. Þau geymdu sýn þeirra, hugblæ þeirra, kannski brot úr sögu, nafn manns, sem að öðru leyti var algerlega gleymdur. Geymast mundu áfram aðeins fáein þau helztu, álíka strjál og á heiðum. Óbyggðin tæki jörðina til sín, legði hana undir ríki sitt. Nafnið Fagridalur yrði aðeins rómantískur hljómur í eyrum náttúruskoðara. Nú var bæjarleiðin senn á enda. Af næsta leiti, sem var skammt fram und- an, mundi Hreggviður sjá heim. Hann greikkaði sporið, og von bráðar stóð hann á hæðinni og horfði heim í Fagradal. Við honum blasti lítið, grænt tún með hólum og dældum og þýfi í dældunum. Þarna var fénaður á beit, sauðfé og kýr og virtist una sér hið bezta í þessum gróðursæla úthaga. Engin hús sáust á túninu, ekki einu sinni tættur. Torfi bóndi í Bugkoti hafði sýnilega jafnað allt slíkl við jörðu. Kannski hafði hann gert það af þrifnaðarástæð- um, menn hins nýja tíma tömdu sér snyrtimennsku margir hverjir. Auk þess gat búfé stafað hætta af hálfhrundum húsum. Hreggviður festi augun á staðn- um, þar sem bærinn hafði verið. Nú sást þar aðeins sléttur hóll. Hreggviður gekk þangað. Þegar á bæjarhólinn kom, athugaði hann, hversu rækilega höfðu verið þurrkuð út öll merki um byggingu. Sýnilega liafði verið farið yfir staðinn með jarðýtu og síðan sáð í flagið. Þarna spruttu nú hávaxin út- 274
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.