Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 33
Kall slTÍð ekki nema tvær manneskjur að vinna fyrir því. Það eru stórar skuldir að greiða. Endalausar áhyggjur af því að geta staðið í skilum. Maður er alltaf eins og í hengingaról. Og ef eitthvað bæri svo út af með heilsuna.“ Hreggviður skildi, að hann talaði eins og sá, sem lítið skyn bar á hlutina. Hann var orðinn ókunnugur í fæðingarsveit sinni, þekkti ekki hin nýju vanda- mál hennar. Hann stytti því talið og bjóst til brottferðar, er hann hafði hresst sig á kaffinu. Konan sýndi honum húsið hátt og lágt, áður en hann fór, og hann dáðist að, hve allt væri myndarlegt. Konan gladdist við lofið og kallaði á son sinn átta ára gamlan að sýna gestinum útihúsin, um leið og hann færi. Hreggviður kom í skemmu með margvíslegum búvélum, sem hann vissi lítt deili á, en drengurinn útskýrði allt fúslega. Hann kom í samstæð peningshús steinsteypt, þar á meðal tíu kúa fjós. í afhýsi var mj ólkurgeymsla og tvær mjaltavélar. Að endingu fór drengurinn með hann bak við hlöðu og sýndi honum gullin sín. Það voru nokkur aðkeypt leikföng, allt vélakyns. Drengur- inn sýndi honum hvað eina hreykinn: sterkir traktorar og bílar, sem óku með hundrað kílómetra hraða, eins og hann gat sjálfur séð. Hreggviður hugleiddi, að einnig í þessu væri mikil breyting orðin frá því hann lék sér sjálfur í bernsku að hornum og leggjum. En athygli hans beindist annars fljótlega að öðru. Undir hlöðuveggnum lá hundur í heitu sólskininu og teygði frá sér alla anga sofandi. Hann var sýnilega af íslenzku kyni: loðinn, strútóttur með lítil, uppstandandi eyru. Onnumkafin randafluga sveimaði fram og aftur í námunda við hann og kom slundum ískyggilega nærri kollinum á honum, en það raskaði ekki ró hans. Þó svaf hann ekki fastara en svo, að hann lauk upp öðru auganu sem snöggv- ast, þegar hann heyrði ókunnan málróm, en lokaði því jafnskjótt aftur. Hreggviði varð starsýnt á þessa „kyrrlífsmynd“. Þarna var loksins nokkuð, sem hann kannaðist við frá fyrri tíð. Hann gekk að hundinum og klappaði honum. Seppi reisti höfuðið og starði á hann stórum, bláum augum himin- hreinum og góðlegum. Hann fann einlægni í vinarhótunum, og á samri stund var liann búinn að taka þennan bráðókunnuga mann í vinatölu. „Hann heitir Strútur,“ sagði drengurinn. Þegar Hreggviður kvaddi drenginn og gekk af stað suður túnið, reis Strút- ur á fætur og labbaði letilega í humátt á eftir honum. Hann fór þó ekki lengra en út að hliðinu. Þar stóð hann góða stund eins og í þönkum og horfði á eftir hinum nýja góðvini sínum, sem hafði svo skamma viðstöðu. Hreggviður gekk eftir vallgrónum götutroðningum. Leiðin inn að Fagradal var ekki löng, svo sem hálftíma gangur. Undirlendið dróst óðum saman, þeg- 271
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.