Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar
sá víst aidrei svo traustleg hús á Islandi á sinni tíð. Og kannski banga á hurð
og presentera hann fyrir íbúunum?“
Þráinn horfði spyrjandi á vin sinn og beið eftir svari.
„Nei, það hef ég nú ekki,“ anzaði Hreggviður með semingi. „Spurningin
er kannski eðlileg. En það hefur verið við rainman reip að draga í því máli.
Og við erum ekki stór aðili í heimsátökunum. Það verðum við að láta okkur
lynda. En maður hefur leyfi til að vona, að þetta verði ekki nema stundar-
fyrirbæri.“
„Mikil ósköp,“ svaraði Þráinn. „Maður hefur leyfi til að vona, en maður
hefur líka leyfi til að efast.
Eitt af því, sem þú telur nútímanum til ágælis, vinur sæll, er það, að þjóðin
hafi rétt sig úr kútnum í andlegum efnum, losnað við vanmáttarkennd, lært
að treysta á eigin getu og eignazt trú á því, að hún eigi fraintíð fyrir sér í því
landi, sem hún byggir. Eitthvað á þessa leið held ég þú hafir sagt. Þetta held
ég að sé injög vafasamt og kannski nær því að vera öfuginæli, því miður.
Hinni snöggu uinturnun á þjóðfélaginu hefur fylgt andleg upplausn engu síð-
ur gagngerð. Rótleysið er svona álíka og hjá ungmenni, sem er að taka
stökkbreytinguna úr barni í fullorðna manneskju. Hugsaðu þér sextán ára
strák. Þú kannast liklega við fyrirbærið. Það liggur lífið á að fleygja frá sér
því, sem manni var innrætt í bernsku, af því að svoleiðis er ekki samboðið
fullorðnu fólki. Og svo þarf auðvitað að tileinka sér nýjasta lífsvísdóm í stað-
inn og valið þá kannski ekki alltaf vandlega íhugað. Maður er alltaf á nálum
að verða sér til skammar, því að sjálfstraustið er á núlli. Og ef ofan á þetta
bætist svo, að ungmennið flyzt, þegar verst gegnir, úr afskekktri sveit í stór-
borg, þá má geta nærri, hvernig ástandið verður. Maðurinn verður algerlega
í rusli, eins og þið segið í menningunni. Hann hugsar ekki um annað en að
forðast það að skera sig úr hópnum. Hann greiðir sér eins og tízkan inælir
fyrir, reynir að safna svolitlum skegghýjungi, ef það þykir fínt, fer jafnvel á
hælaháa skó til að likjast jafnöldrunum. Ekkert er eins voðalegt og að sýna
vott af sjálfstæðum persónuleika. Inni á sér er hann eins og kvika viðkvæmur
og vesall, en út á við temur hann sér hreystiyrði og digurbarkalæti. Og hann
prófar að fara á fyllirí með svolum, heldur en að leita félagsskapar við pent
fólk. Maður er þó liklega ekki hræddur við mennina! Alltaf er hann að hlera
eftir því, sem aðrir segja um hann.
Teldir þú hag þeirrar þjóðar vel borgið, er hefði falið herramanni í þessu
ástandi umsjá sinna mála, sérstaklega gagnvart umheiminum?
Taktu eftir viðbrögðunum gagnvart Velferðarbandalaginu. Grannríki okk-
292