Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 134
Erlend tímarit
Stúdentar i Bandaríkjunnni
Ejtirjarandi grein ejtir Pclra Kipphoff,
sem fjallar um hina nýju stúdenlahynslóð
i Bandaríkjunum, er þýdd ár Die Zeit,
'29. oht.
Skólinn hyrjar ajtur er aðalimihugsunar-
efnið í Bandaríkjunum þegar fer að liausta.
f september byrjar nýtt skólaár, jafnt í
smábarnaskólum sem í háskólum, og sá
sem hefur ekki hugsað út í það fyrr, kemst
ekki hjá því þegar hann les blöðin eða
verður litið í búðargluggana, þar sein eru
til sýnis skólabækur, ritföng og skólaföt
handa börnum og öðru skólafólki.
í haust sem leið mátti sjá, innan um hin-
ar venjulegu útstillingar, eina nýjung: í
einu af blöðunum, San Francisco Cronicle,
sem kom út í vikulok, var tízkusíðan með
óvenjulegum myndum. í staðinn fyrir fag-
urlega uppstilltar stúlkur og velrakaða
pilta, voru myndir af piltum og stúlkum
sem dregin voru harkalega eftir jörðinni í
einhverjum óræðum tilgangi. „Nú,“ skrifar
blaðið, „þegar mótmælaöldur hafa færzt í
aukana, ættu stúdentar að velja sér fatnað
sem þolir það, að þeir séu dregnir á bárinu
niður tröppumar ... einnig koma sér vel
vatnsþétt föt, ef mikið skyldi rigna, eða —
ef vatnsslöngum verður beitt á þá.“
Biturt spaug, sem sýnir ameríska hæfni
til að hæðast að sjálfum sér. En undir
þessu leynist annað sem ekkert á skylt við
gaman, en getur þegar minnst varir brotizt
út sem harmleikur.
í Ameríku hefur vaxið upp stúdentakyn-
slóð sem er bæði uppreisnargjörn og at-
hafnasöm, foreldrar, kennarar og stjórn-
málamcnn standa ráðalausir og ringlaðir
gagnvart henni.
Þegar stúdentarnir í Múnchen, nú á dög-
um, sitja í matstofu háskólans yfir baunum
og bjúgum er helzta umræðuefni hvernig
fara muni á prófinu og hvernig veðrið verði
í vikulokin.
Þegar stúdentarnir í Harvard á sama
tíma eta í si'num sal bauta og drekka saft eða
mjólk eða sleikja ísinn sinn líður ekki á
löngu áður en heyrist spurningin: IFhat do
you thinlc about Vietnam? Og ekki stendur
á svörunum: Svívirðilegt brot á Genfar-
sáttmálanum. Það sem Johnson sagði á síð-
asta blaðamannafundi breytir engu ... að
ekki sé nú minnzt á Dóminíkanska lýðveld-
ið. — Smámsaman harðnar ræðan, því að
cinhverjir liafa tekið málstað stjórnarinnar
og bregða hinum um undirróðursstarfsemi
og kommúnisma, sem jafnan þykja hentug
rök.
Sama dag, kl. 14, hefst kröfuganga „gegn
stríðinu í Vietnam". Morguninn eftir lield-
ur félag háskólastúdenta umræðufund um
ameríska sögu, cfni: Utanríkismálastefnan
í Vietnam 1945—1965, og þar næsta dag er
fundur SDS (Students for a Democratic
Society). A dagskrá er Vietnam og Ileil-
steypt skólamenntun.
Fyrir aðeins tvciniur dögum hafði sein-
asti fræðslufundur verið haldinn. Hundruð
stúdenta fylltu Memoriad Hall og hlustuðu
á upplýsingar um allt sem snerti Vietnam.
Umræður voru á eftir og þeir fóru miklu
fróðari en þeir komu. Bæklingum og fjöl-
rituðum seðlum var dreift með áróðri eins
og til að mynda þessum:
372