Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar ekki eldri en tíu ára. I hverjum hópi voru fimm til tíu og foringi fyrir hverj- um. Þessir hópar voru skipulega dreifðir um mannfjöldann og á sífelldri hreyfingu, sýnilega til þess að valda sem rnestri truflun. Hreggviði varð star- sýnt á þessi ungmenni, enda hafði hann aldrei áður séð fólk haldið múgsefj- un. Þessi ungmenni voru greinilega haldin, þau voru skynskiptingar í bók- staflegri merkingu þess orðs. Augun voru á sífelldu flökti, og úr þeim brann undarleg glóð. Hreyfingarnar voru óeðlilega snöggar og líkt og rafmagnaðar. Mest af öllu varð Hreggviði starsýnt á andlitin. Sú festa og hófstilling, sem menn kenna við persónuleika, virtist með öllu horfin. Andlitsdrættirnir voru likt og leystir upp, og í staðinn var komin einhver óbeizluð ástríða, ómennsk, díabólsk. Hann skyggndist í þessi andlit hvert af öðru, ef vera kynni, að hann kannaðist við' eitthvert þeirra. Og hann hugsaði með sjálfum sér, að ekki væri nú annað eins og þetta gæfuleg uppskera eftir ævilangt starf. Hafði hann kannski í fávizku sinni og hrekkleysi verið að velta sýsífusarsteini alla sína ævi? Jafnskjótt og fyrsti ræðumaðurinn tók til máls, byrjuðu ungmennin að lirópa gróf ókvæðisorð og ögranir og henda eggjum og tómötum að ræðu- manni. Þegar röðin kom að Hreggviði að tala, voru ungmennin farin að verða fátæk að skotfærum. Þó náðu þau sér enn í eitt og annað lauslegt, og hann var ekki nema rétt kominn fram á ræðupallinn, þegar moldarköggull hitti hann í andlitið. „Mér er send mold framan í mig úr óvita hendi,“ sagði hann hóglega. „Eg kippi mér ekkert upp við það. Ég hverf hvort eð er fljótlega aftur til þeirrar moldar, sem ég er sprottinn úr. En engan öfunda ég af því að leggjast til hinztu hvíldar í þá mold, sem hann hefur svikið.“ Því næst hóf hann ræðu sína. Hann sagðist ekki hafa blandað sér í opin- berar deilur áður, en ein væri sú tilhugsun, sem væri honum svo sár, að hann fengi ekki orða bundizt. Það væri tilhugsunin um þá hættu, að þessi litla þjóð, sem hefði alið hann og mótað, ætti eftir að sökkva í þjóðahafið, eins og komizt hefði verið að orði. Hann hefði alizt upp við þjóðræknishugarfar. Hann hefði verið hvattur til dáða í æsku undir kjörorðinu Islandi allt. Þess vegna væri þjóðerniskenndin runnin honum í merg og blóð, góðu heilli vildi hann segja. Og þær hættur, sem nú steðjuðu að, snertu sig líklega enn sárar fyrir þá sök, að hann væri orðinn gamall maður, ætti skammt ólifað. Ein- staklingurinn gæti sætt sig við að deyja, en honum væri ómetanleg fróun að þeirri vissu, að sú vitund, sem hann sj álfur er brot af, þj óðarvitundin, heldur áfram að vera til eftir að hann er horfinn. Hann vék að því, að ræðumenn 308
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.