Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 62
Tímarit Máls og mcnningar horfði stundarlangt í drykkinn og sagði síðan með djúpum og þróttmiklum rómi, sem bar keim af hæðni: „Ég tek undir það með Reyni, að þetta tiltæki er skemmtilegt. Það minnir mann á þá gömlu, góðu daga, þegar konur hótuðu að hlaupa í fossa, ef er- lendu fjármagni yrði hleypt inn í landið. En drottinn minn, hvað öldin er breytt. Þá voru slík viðbrögð lofsungin sem vottur um föðurlandsást og hetjulund. Nú mundi sú kona, sem hótaði að kasta sér í Gullfoss af slíku til- efni, tekin snarlega úr umferð og lokuð inni á geðveikrahæli. Þú sleppur lik- lega, Hreggviður minn, með að vera talinn kalkaður.“ Hreggviður tók til orða: „Ég gekk ekki að því gruflandi, að tiltæki mitt, eins og Jarl kemst að orði, mundi fá misjafnar undirtektir. Mig skiptir það engu máli. Ég er ráðinn í að fara mínar eigin götur, þann spöl, sem eftir er. Er ekki farið að vanta í glösin?“ Hann gekk milli gestanna og fyllti glös þeirra, sem búnir voru. Síðan lyfti hann glasi sínu og hað menn taka upp léttara hjal. Jarl skoðaði litinn á hinni nýju blöndu í glasi sínu og sagði siðan: „Ég hugsa stundum um það, hvort það sé ekki þegar öllu er á botninn hvolft hreint og beint hermdargjöf að verða langlífur nú á tímum. Við rosknu mennirnir erum orðnir eins og fiskar á þurru landi. Sú veröld, sem mótaði okkur, er ekki lengur, og sú, sem við hefur tekið, er okkur framandi. Við eigum þar ekki heima, kunnum ekki við okkur, og fólk hins nýja tíma kann víst ekki heldur við okkur. Það ypptir öxlum að því, sem er okkur heilagt, og við grettum okkur yfir háttum þess og tón. Tökum til dæmis listina. Hregg- viður fór hér áðan með erindi úr kvæði, sem frægt var á sinni tíð. Nú þykir það víst illa ort, og andi þess, sem kveikti heilagan eld í brjóslum okkar, næi engu svari. Og þegar við, sem nú erum komnir á fallandi fót, lesum svokölluð nútímaljóð, slær okkur fyrir hrjóst andspænis þeim óhugnaði, er þar blasir við.“ Reynir greip fram í í sínum góðlyndislega tón: „Atómskáld geta nú stundum haft nógu góðan málsmekk." Jarl anzaði af vandlætingu: „Hvernig er hægt að tala um mál og málsmekk, þegar pródúktið er að innihaldinu til eins og frá trufluðu fólki.“ Hann þagnaði, saup annars hugar á glasinu og dæsti síðan: „Og skilgreiningin á fyrirbærinu gæti verið eitthvað á þessa leið: Atóm- skáld er skáld, þar sem orðið hefur atómsprenging í persónuleikanum.“ 300
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.