Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 62
Tímarit Máls og mcnningar
horfði stundarlangt í drykkinn og sagði síðan með djúpum og þróttmiklum
rómi, sem bar keim af hæðni:
„Ég tek undir það með Reyni, að þetta tiltæki er skemmtilegt. Það minnir
mann á þá gömlu, góðu daga, þegar konur hótuðu að hlaupa í fossa, ef er-
lendu fjármagni yrði hleypt inn í landið. En drottinn minn, hvað öldin er
breytt. Þá voru slík viðbrögð lofsungin sem vottur um föðurlandsást og
hetjulund. Nú mundi sú kona, sem hótaði að kasta sér í Gullfoss af slíku til-
efni, tekin snarlega úr umferð og lokuð inni á geðveikrahæli. Þú sleppur lik-
lega, Hreggviður minn, með að vera talinn kalkaður.“
Hreggviður tók til orða:
„Ég gekk ekki að því gruflandi, að tiltæki mitt, eins og Jarl kemst að orði,
mundi fá misjafnar undirtektir. Mig skiptir það engu máli. Ég er ráðinn í
að fara mínar eigin götur, þann spöl, sem eftir er. Er ekki farið að vanta í
glösin?“
Hann gekk milli gestanna og fyllti glös þeirra, sem búnir voru. Síðan lyfti
hann glasi sínu og hað menn taka upp léttara hjal.
Jarl skoðaði litinn á hinni nýju blöndu í glasi sínu og sagði siðan:
„Ég hugsa stundum um það, hvort það sé ekki þegar öllu er á botninn
hvolft hreint og beint hermdargjöf að verða langlífur nú á tímum. Við rosknu
mennirnir erum orðnir eins og fiskar á þurru landi. Sú veröld, sem mótaði
okkur, er ekki lengur, og sú, sem við hefur tekið, er okkur framandi. Við
eigum þar ekki heima, kunnum ekki við okkur, og fólk hins nýja tíma kann
víst ekki heldur við okkur. Það ypptir öxlum að því, sem er okkur heilagt,
og við grettum okkur yfir háttum þess og tón. Tökum til dæmis listina. Hregg-
viður fór hér áðan með erindi úr kvæði, sem frægt var á sinni tíð. Nú þykir
það víst illa ort, og andi þess, sem kveikti heilagan eld í brjóslum okkar, næi
engu svari. Og þegar við, sem nú erum komnir á fallandi fót, lesum svokölluð
nútímaljóð, slær okkur fyrir hrjóst andspænis þeim óhugnaði, er þar blasir
við.“
Reynir greip fram í í sínum góðlyndislega tón:
„Atómskáld geta nú stundum haft nógu góðan málsmekk."
Jarl anzaði af vandlætingu:
„Hvernig er hægt að tala um mál og málsmekk, þegar pródúktið er að
innihaldinu til eins og frá trufluðu fólki.“ Hann þagnaði, saup annars hugar
á glasinu og dæsti síðan:
„Og skilgreiningin á fyrirbærinu gæti verið eitthvað á þessa leið: Atóm-
skáld er skáld, þar sem orðið hefur atómsprenging í persónuleikanum.“
300