Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 108
Tímarit Máls og menningar
virðist). Eða þjóð er blátt áfram of
lítil til að ávinna sér sjálfstæði með
beinum aðgerðum og án erlendrar
hjálpar, þegar hún á að etja við fleiri
en eitt hernámsríki sem öll eru stað-
ráðin í að uppræta hana. Þetta kann
að vera sannleikurinn um Kúrda, frá-
bæra og þolgóða skæruhermenn frá
fornu fari sem aldrei hefur tekizt að
berjast til sjálfstæðis.
Auk þessara hindrana sem eru með
sínu móti í hverju landi, er eftir að
tala um það vandamál sem snýr að
borgunum. Hversu mikils fylgis sem
hreyfingin nýtur í borgum, og þó að
leiðtogar hennar séu upprunnir það-
an, þá eru borgir, og ekki sízt höfuð-
borgir, síðustu staðirnir sem skæru-
liðar hertaka eða reyna til að her-
taka, nema þeir láti stjórnast af lé-
legum ráðgjöfum. Kínverskir komm-
únistar komust til Shanghai og Kan-
ton með viðstöðu í Yenan. ítölsku og
frönsku andspyrnuhreyfingarnar
frestuðu uppreisnum sínum í borgun-
um þangað til herir bandamanna voru
rétt ókomnir (París 1944, Mílanó og
Tórínó 1945); og Pólverjar sem ekki
fóru að því ráði (Varsjá 1943) voru
gjörsigraðir. Það er ekki hægt að
gera vald nútímaiðnaðar, samgöngu-
tækni og stjórnarstofnana óvirkt svo
lengi að um muni, nema þar sem það
hefur aðeins skotið strjálum rótum.
Skemmdarverk í smáum stíl, sem fel-
ast til dæmis í því að rjúfa eina bíla-
braut eða járnbraut, geta skaðað her-
flutninga og stj órnarkerfi í torfæru
héraði úti á landsbyggðinni en ekki
í stórri borg. Skæruhernaður er vel
mögulegur í borg, — hversu fáir
bankaræningjar eru teknir höndum í
London! — og nýleg dæmi hans eru
mönnum í fersku minni, eins og í
Barcelona fyrir 1950 og í ýmsum
borgum Suður-Ameríku. En hann
hefur sjaldnast annað í för meðséren
óþægindi, og tekst aðeins að skapa
vantrú á hæfni ríkisstjórnarinnar og
halda við efnið hersveitum og lög-
reglu sem annars væri hægt að nota
annarsstaðar.
Loks er örlagaríkasta takmörkun
skæruhernaðar sú, að hann getur ekki
leitt til sigurs nema hann verði reglu-
legur hernaður. Þá verða skærulið-
arnir að berjast við óvininn á þeim
vettvangi þar sem hann er sterkastur.
Það er tiltölulega auðvelt fyrir skæru-
hreyfingu sem nýtur alþjóðarstuðn-
ings að uppræta vald stjórnarinnar á
landsbyggðinni, nema á víggirtum
hersetnum stöðum, og láta stjórninni
og setuliðinu aðeins eftir einangrað-
ar borgir, tengdar með fáeinum þjóð-
brautum (og aðeins á daginn) og
loftskeytasambandi. Mesti vandinn er
að ná tökum á framhaldinu. í fræði-
ritum er töluverðu rúmi varið til að
ræða þetta síðasta stig skæruhernað-
ar, en þar sýndu Kínverjar og Víet-
namar glæsilega yfirburði gagnvart
Chiang Kai-shek og Frökkum. Samt
ættu þeir sigrar ekki að leiða til
346