Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 108
Tímarit Máls og menningar virðist). Eða þjóð er blátt áfram of lítil til að ávinna sér sjálfstæði með beinum aðgerðum og án erlendrar hjálpar, þegar hún á að etja við fleiri en eitt hernámsríki sem öll eru stað- ráðin í að uppræta hana. Þetta kann að vera sannleikurinn um Kúrda, frá- bæra og þolgóða skæruhermenn frá fornu fari sem aldrei hefur tekizt að berjast til sjálfstæðis. Auk þessara hindrana sem eru með sínu móti í hverju landi, er eftir að tala um það vandamál sem snýr að borgunum. Hversu mikils fylgis sem hreyfingin nýtur í borgum, og þó að leiðtogar hennar séu upprunnir það- an, þá eru borgir, og ekki sízt höfuð- borgir, síðustu staðirnir sem skæru- liðar hertaka eða reyna til að her- taka, nema þeir láti stjórnast af lé- legum ráðgjöfum. Kínverskir komm- únistar komust til Shanghai og Kan- ton með viðstöðu í Yenan. ítölsku og frönsku andspyrnuhreyfingarnar frestuðu uppreisnum sínum í borgun- um þangað til herir bandamanna voru rétt ókomnir (París 1944, Mílanó og Tórínó 1945); og Pólverjar sem ekki fóru að því ráði (Varsjá 1943) voru gjörsigraðir. Það er ekki hægt að gera vald nútímaiðnaðar, samgöngu- tækni og stjórnarstofnana óvirkt svo lengi að um muni, nema þar sem það hefur aðeins skotið strjálum rótum. Skemmdarverk í smáum stíl, sem fel- ast til dæmis í því að rjúfa eina bíla- braut eða járnbraut, geta skaðað her- flutninga og stj órnarkerfi í torfæru héraði úti á landsbyggðinni en ekki í stórri borg. Skæruhernaður er vel mögulegur í borg, — hversu fáir bankaræningjar eru teknir höndum í London! — og nýleg dæmi hans eru mönnum í fersku minni, eins og í Barcelona fyrir 1950 og í ýmsum borgum Suður-Ameríku. En hann hefur sjaldnast annað í för meðséren óþægindi, og tekst aðeins að skapa vantrú á hæfni ríkisstjórnarinnar og halda við efnið hersveitum og lög- reglu sem annars væri hægt að nota annarsstaðar. Loks er örlagaríkasta takmörkun skæruhernaðar sú, að hann getur ekki leitt til sigurs nema hann verði reglu- legur hernaður. Þá verða skærulið- arnir að berjast við óvininn á þeim vettvangi þar sem hann er sterkastur. Það er tiltölulega auðvelt fyrir skæru- hreyfingu sem nýtur alþjóðarstuðn- ings að uppræta vald stjórnarinnar á landsbyggðinni, nema á víggirtum hersetnum stöðum, og láta stjórninni og setuliðinu aðeins eftir einangrað- ar borgir, tengdar með fáeinum þjóð- brautum (og aðeins á daginn) og loftskeytasambandi. Mesti vandinn er að ná tökum á framhaldinu. í fræði- ritum er töluverðu rúmi varið til að ræða þetta síðasta stig skæruhernað- ar, en þar sýndu Kínverjar og Víet- namar glæsilega yfirburði gagnvart Chiang Kai-shek og Frökkum. Samt ættu þeir sigrar ekki að leiða til 346
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.