Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar
sér ekki á þér. Ef Hreggviður er afreksmaður, sem ég sízt skal draga í efa,
þá ert þú ofurmenni.“
Hreggviður var á stjái kringum gesti sína og stanzaði nú úti á gólfi með
glasið í hendinni.
„Kæru vinir,“ sagði hann brosandi, „við skulum nú ekki fara að deila hart
um það, hvernig ég hef varið ævidögum mínum, það má sjálfsagt meta það
á mismunandi veg, og satt að segja er ég ekki fjarri því að vera sammála
ykkur báðum, tengdasyni mínum og mági. Þó þannig, að fyrrum hallaðist ég
meir að sjónarmiði Vals, en upp á síðkastiS hefur verið að brjótast í mér
grunur um það, að kannski hafi maður ofmetið veraldleg gæði. Brauð og hús
er vitanlega hvort tveggja nauðsynlegt, en víst ekki einhlítt. Og kannski er
maður betur haldinn með nauman kost og lélegt hús, ef þá er betra tóm til
að sinna andlegum þörfum. Ég finn til þess með sársauka upp á síðkastið,
að ég hef vanrækt sjálfan mig, vanrækt fólk mitt og það samfélag, sem ég
telst til. Því að rétt skoðað ber hver þegn ekki aðeins ábyrgð á efnahagslegri
velferð samfélagsins að sínum hlut, heldur einnig andlegri, það er að segja
siðferðilegri, stjórnmálalegri. ÞaS er ekki gott, að einungis fámennur hópur
ráði ferðinni, en allur þorrinn fylgist ekki meS, finni ekki til ábyrgðar, láti
teyma sig hugsunarlítið. Því sárar finn ég til vanrækslu minnar, að ég hef
hrokkið upp af sælum draumi við veruleika, sem mér þykir ískyggilegur. Ég
hélt, að allt væri á réttri leið. Ég hélt, að bættur efnahagur, aukin menntun,
mundi tryggja það, að þjóðin yrði langlíf í landinu. Ég hélt, aS þrátt fyrir
allt, sem um er deilt, væru allir einhuga um að vernda tilveru þjóðarinnar.
Ég er farinn að óttast, aS svo sé ekki. Ég er sleginn undrun og skelfingu að
heyra þann áróður, sem nú er rekinn fyrir því, að ísland gangi í efnahags-
samsteypu Evrópu. ViS gengum einu sinni í annarlega efnahagsheild og
björguðumst úr henni við illan leik. í þetta sinn mundum við ekki bjargast.
ViS yrðum eitt lítið krækiber í ámu, sem innantíðar yrði kramið og sundrað
og ekki lengur til.“
Gestimir horfðu á ræðumann með æ meiri undrun og spurn. Þarna stóð
hann úti á gólfi, þrekvaxinn maður miðlungshár, skarpleitur í andliti, grár
á hár, alvörugefinn.
HreggviSur hélt áfram:
„Og engu minna blæðir mér i augum að sjá andvaraleysi og sljóleik al-
mennings. ÞaS lítur ekki út fyrir, aS margir muni lengur aðvörun Einars
Benediktssonar:
208