Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 60
Tímarit Máls og menningar sér ekki á þér. Ef Hreggviður er afreksmaður, sem ég sízt skal draga í efa, þá ert þú ofurmenni.“ Hreggviður var á stjái kringum gesti sína og stanzaði nú úti á gólfi með glasið í hendinni. „Kæru vinir,“ sagði hann brosandi, „við skulum nú ekki fara að deila hart um það, hvernig ég hef varið ævidögum mínum, það má sjálfsagt meta það á mismunandi veg, og satt að segja er ég ekki fjarri því að vera sammála ykkur báðum, tengdasyni mínum og mági. Þó þannig, að fyrrum hallaðist ég meir að sjónarmiði Vals, en upp á síðkastiS hefur verið að brjótast í mér grunur um það, að kannski hafi maður ofmetið veraldleg gæði. Brauð og hús er vitanlega hvort tveggja nauðsynlegt, en víst ekki einhlítt. Og kannski er maður betur haldinn með nauman kost og lélegt hús, ef þá er betra tóm til að sinna andlegum þörfum. Ég finn til þess með sársauka upp á síðkastið, að ég hef vanrækt sjálfan mig, vanrækt fólk mitt og það samfélag, sem ég telst til. Því að rétt skoðað ber hver þegn ekki aðeins ábyrgð á efnahagslegri velferð samfélagsins að sínum hlut, heldur einnig andlegri, það er að segja siðferðilegri, stjórnmálalegri. ÞaS er ekki gott, að einungis fámennur hópur ráði ferðinni, en allur þorrinn fylgist ekki meS, finni ekki til ábyrgðar, láti teyma sig hugsunarlítið. Því sárar finn ég til vanrækslu minnar, að ég hef hrokkið upp af sælum draumi við veruleika, sem mér þykir ískyggilegur. Ég hélt, að allt væri á réttri leið. Ég hélt, að bættur efnahagur, aukin menntun, mundi tryggja það, að þjóðin yrði langlíf í landinu. Ég hélt, aS þrátt fyrir allt, sem um er deilt, væru allir einhuga um að vernda tilveru þjóðarinnar. Ég er farinn að óttast, aS svo sé ekki. Ég er sleginn undrun og skelfingu að heyra þann áróður, sem nú er rekinn fyrir því, að ísland gangi í efnahags- samsteypu Evrópu. ViS gengum einu sinni í annarlega efnahagsheild og björguðumst úr henni við illan leik. í þetta sinn mundum við ekki bjargast. ViS yrðum eitt lítið krækiber í ámu, sem innantíðar yrði kramið og sundrað og ekki lengur til.“ Gestimir horfðu á ræðumann með æ meiri undrun og spurn. Þarna stóð hann úti á gólfi, þrekvaxinn maður miðlungshár, skarpleitur í andliti, grár á hár, alvörugefinn. HreggviSur hélt áfram: „Og engu minna blæðir mér i augum að sjá andvaraleysi og sljóleik al- mennings. ÞaS lítur ekki út fyrir, aS margir muni lengur aðvörun Einars Benediktssonar: 208
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.